Tveir heimar - Suðurhlíð 35

Yi Jin Jing og Ba Duan Jin

Yi Jin Jing og Ba Duan Jin.

Þessi tvö Qi – gong kerfi henta einkar vel að iðka saman. Yi Jin Jing er hefðbundið og sígilt Qi – gong sem styrkir og eflir vöðva, liði, sinar og festingar líkamans; hreyfingarnar þjálfa mænu, öndunarfæri, hrygg, hryggjarliði og liðbönd með þéttum teygjum og léttum snúningi – en Ba Duan Jin eða Átta silkimjúkar hreyfingar leggja meiri áherslu á mýktina sem umvefur orku líkamans, allan liðleika hans og andlegan innri styrk okkar. Samhæfing kerfanna tveggja eykur því allan hreyfanleika okkar og kraft og stuðlar að jafnara blóðflæði, auknu öryggi, betra jafnvægi og meiri vellíðan.

Hér á eftir fylgir stutt þjóðsaga um Yi Jin Jing sem varpar skýru ljósi á hversu nauðsynlegar æfingarnar eru stirðum mönnum og þaulsetnum við iðju sína: Einu sinni fyrir langa löngu var uppi nafntogaður munkur að nafni Damo (Bodhidharma) sem ráfaði um Kína og sá á ráfi sínu hvernig lærdómsmunkarnir stirðnuðu mun hraðar en þeir sem á ráfi voru; Damo dó ekki ráðalaus heldur ákvað að þróa sérstaka iðkun Yi Jin Jing til að breyta hinum þaulsetnu lærdómsmunkum í andlega en um leið liðuga og hreyfanlega munka sem stunduðu lærdóm sinn og speki af enn meiri áhuga og krafti en fyrr. Þetta tókst munkinum ráfandi og því er það meðal annars honum að þakka að við kennum þessar áhrifamiklu hreyfingar í Tveimur heimum.

Tíminn hentar öllum þeim sem leita að bættri líðan, meiri liðleika og vilja auka vellíðan sína og jafnvægi; hann hentar því í rauninni fólki á öllum aldri sem sækist eftir meiri lífsgæðum.

Kennari:
Filip Woolford