Tveir heimar - Suðurhlíð 35
Blog
Nov 04

Viðtal við Shaman Durek

Í október 2014 birtist viðtal við Shaman Durek í tyrkneska dagblaðinu Miliyet eftir að hann hafði dvalist í Tyrklandi um nokkurt skeið.

Hann var spurður hvers vegna fólk leitaði til hans eða annarra shamana og Durek svaraði:

„Fólk leitar til shamans þegar það myndast stífla í heilunarkerfinu og þegar það stendur frammi fyrir vandamálum sem snerta heilsu, fjölskyldulíf þess, geðræn og andleg viðfangsefni eða til þess að öðlast dýpri visku um þróun sína. Shamanar voru fyrstu vísindamennirnir, fyrstu læknarnir, fyrstu þerapistarnir.“

Hvernig leysir þú heilsufræðileg vandamál?

„Með því að ræða við anda þess sem á í hlut kynnumst við því hver vandinn er. Við áttum okkur á hvort sjúklingurinn vill læknast eða ekki. Hann kann að hafa veikst til að andi hans geti umbreyst. Sumir ná ekki bata vegna þess að þeir kunna af einhverjum ástæðum að vilja að sál þeirra nái meiri þroska, valið er ávallt í höndum viðkomandi einstaklings. Sumir kunna að læra af veikindum sínum og ná bata. Ég aðstoða þá við lærdóminn. Ég er hins vegar ekki heilarinn. Viðkomandi er sjálfur heilarinn og Guð vill alltaf að þeim batni. Valið er þeirra ég er aðeins þjónn og sendiboði Guðs. Öll dýrðin er Guðs.“

Getur þú nefnt alvarleg veikindi sem þú hefur læknað?

„Ég hef bjargað fólki frá krabba og öðrum úr dái og mörgum öðrum. Eins og ég sagði þá er hver og einn heilarinn og Guð býður þess ætíð að geta sýnt þeim sem opnar sig
kærleika sinn.“

Hvers vegna getum við ekki talað við eigin anda okkar?

„Menn geta talað en margir vilja ekki heyra rödd sálu sinnar. Áreksturinn verður á þennan veg, menn vilja fara eigin leiðir en þá skortir upplýsingar og leið þeirra kann að vera erfiðari en leið Guðs, áform hans eru einfaldari og betri fyrir þann sem á í hlut. Menn loka hins vegar á vilja Guðs og gera það sem þeir sjálfir vilja vegna þess að þeir eru ekki vanir samskiptum við Guð og finnst þetta hvorki sín skoðun né hugmynd, þeir eru því ekki sammála andanum sem kemur yfir þá og loka á hann.“

Hvers vegna notar þú trumbu og hrossabrest á námskeiðum?

„Trumban breytir bylgjum heilans. Hún opnar aðgang að ólíkum tegundum orku og þekkingu. Hrossabresturinn truflar orkuna og ýfir hana. Á þennan hátt má trufla allt sem kemur úr myrkri.“

„Þú munt hlusta á eigin tilfinningar og hjarta.“  Hvernig getum við heyrt í innri rödd?

header-pic-1„Í fyrsta lagi muntu hlusta á eigin tilfinningar og hjartslátt. Þegar þú treystir þeim muntu hefja að heyra rödd og síðan muntu hefja samtal. Fólk talar nær látlaust en verður ekki vart við það. Jákvæðir og gefandi hlutir koma frá sálinni og sálin er tengd Guði. Neikvæðir hlutir koma úr myrkri.“

Nákvæmlega, hvað er sálin ? Er hún vitundarleg tengund orku?

„Líkaminn er burðarkarfa. Sálin er tegund vitundar sem kemur frá Guði. Hefur frjálsan vilja.“

Hver er munurinn á hvítum og svörtum shaman?

„Svartur shaman hefur hlotið þjálfun í svörtum listum til að vernda fólk frá illum öndum. Þeir aðstoða fólk með því að leysa upp svarta orku. Þeir ganga í gegnum mjög stranga þjálfun, þeir glíma við meiri verki og standast þjáningar. Hvítur shaman læknar og aðstoðar fólk hann glímir þó ekki við anda úr undirheimunum. Hlutverk mitt er þarna mitt á milli.“

„Verið tengd náttúrunni.“ Hvað eigum við Tyrkir að gera til að nálgast shaman-rætur sínar að nýju? spyr tyrkneski blaðamaðaurinn í lokin og Shaman Durek svarar:

„Umfram allt verða þeir að átta sig á að þeir eru ekki vondir og verða að hætta að hugsa um að þeir verðskuldi refsingu.  Saga ykkar og menning geymir dæmi um að valdi sem ykkur var gefið fyrr á öldum var beitt á rangan hátt til að ná meiri völdum alls staðar í heiminum. Í öðru lagi verða þeir að losna við afbrýðisemina sem hrjáir þá. Þeir eiga biðja um eitthvað gott hver fyrir annan. Loks ber þeim að rækta sífelld tengsl við náttúruna og bera virðingu fyrir musteri líkamans. Látið allt sem þið gerið og segið mótast af kærleika.“

channels4_banner

Shaman Durek veitti einnig viðtal við tyrkneska tímaritið XXL í september 2014 og þar sagði:

– Hvernig komstu að shaman-rótum þínum og hæfileikum til heilunar?

„Þegar ég var fimm ára sagði móðir mín mér frá þeim og þegar ég var í leikskóla áttaði ég mig einnig á því að ég bjó yfir einhverju sérstöku því að ég gat auðveldlega talað við höfuðleiðbeinanda minn og ömmu – en hún var látin á þeim tíma. Þegar ég var 10 ára áttaði ég mig á lækningarmætti mínum. Germaine, frænka mín, missti óvart útvarpið ofan í karið þar sem ég var í baði, ég fékk rafstuð og gat ekki hreyft fæturna, systir mín kippti mér upp úr baðkarinu. Einhvern veginn tókst mér að snerta fæturna á mér og fékk ofsaverk í hendurnar en þá fann ég að nýju fyrir fótunum og gat hreyft þá.

Þegar ég var 13 ára sá ég að ég gat læknað fólk. Ég var með skólafélögum mínum eftir skólatíma, bróðir vinar míns datt og rak höfuðið í gólfið, hann fór allur að skjálfa.  Mér fannst hann vera að deyja, rödd innra með mér sagði mér að snerta brjóst hans og höfuð, ég sá inn í líkama hans, blóð rann ótrúlega hratt úr heila hans, röddin sagði mér að tækist mér að hægja á hraða blóðsins mundi ég bjarga lífi hans, ég gerði það og hann varð eðlilegur á ný.“

Hvernig tókst þér að ná tökum á valdi þínu og bjóða heiminum krafta þína?

„Þetta er fjölskylduhefð. Þjálfun mín hófst þegar ég var 11 ára. Kennarar mínir hafa verið yndislegir, þeir hafa aðstoðað mig við að temja hæfileika mína og má þar nefna Súsönnu von Radic Króatíuprinsessu og marga aðra sem ég virði og dái. Ég gat hvorki borðað né drukkið hið sama og fólk flest og varði miklum tíma í öðrum heimum. Ég hef orðið að gangast undir þetta próf og mörg önnur svipuð. Lokaprófið sem ég tók fólst í að horfast í augu við það sem ég óttaðist mest og það er hið erfiðasta fyrir sérhvern shaman, ég varð að ganga í gegnum líkamsdauða. Á þennan hátt hef ég afborið sársauka og  hinn mikla ótta minn við dauðann. Þetta er ekki eins og verða fyrir skoti úr byssu og falla þannig samstundis, þetta tók langan tíma og var sársaukafullt.“

Young man clasping hands, looking downward

Young man clasping hands, looking downward

Hvernig snerir þú aftur til lífsins?

„Þegar ég fór handan við tjaldið spurðu þeir mig hvort ég vildi halda kyrru fyrir eða snúa aftur. Ég vissi að ég varð að snúa aftur til að standast prófið. Læknarnir á sjúkrahúsinu sögðu fjölskyldu minni að ég væri dáinn. Þeir skráðu dauðastundina og lögðu hvítt lín yfir líkama minn. Á línuritinu var hjartalína mín lárétt og þráðbein en allt í einu tók hjartað kipp og fór að slá að nýju, læknarnir sögðu þetta óhugsandi .. ég sneri aftur en lauk þó aðeins hluta af prófraun minni. Ég var lamaður og hluti heila míns var illa skemmdur, ég minnti helst á blóm. Ég varð að lækna mig en minnast þess jafnframt ávallt að sýna hógværð. Þetta hefur skilið varanlegt sár á líkama mínum og það er nýrnaveiki. Þegar 12 ár höfðu liðið sögðu hinir andlegu leiðbeinendur mér að einhver mundi gefa mér nýra og ég komst á næsta stig, ég var tilbúinn til að þjóna stærri hópi. Skrifað var um mig í blöð, sagt frá mér í sjónvarpi og útvarpi … ég varð sá sem ég er í dag.“

Þeir eru örugglega til sem segja að þú stundir svartagaldur.

„Já, ég segi þeim að afla sér meiri þekkingar. Þetta er ekki svartigaldur. Ég þjóna Guði, kærleika og fólki í tengslum við Guð. Svartigaldur felur í sér allt sem beitt er gegn fólki. Ég hitti alltaf fólk sem spyr mig um þetta. Fólk fellir dóma um hluti sem það þekkir ekki, það er auðvelt að segja að þetta sé svartigaldur.“

durekHvernig notar þú heilunarmátt þinn?

„Einu sinni læknaði ég Tiönu, aðstoðarkonu mína, hún er hér með mér í Tyrklandi. Ég skal segja ykkur frá henni. Hún var með stóra innvortis blöðru og talið var að gera þyrfti aðgerð á henni í skyndi. Ég ráðgaðist við andlega leiðbeinendur mína um hvernig ætti að fjarlægja belginn. Aðgerðaandar beittu sér gagnvart henni í meira en tvo tíma, það var sársaukafullt. Við áttum engin lyf til að létta kvalir hennar. Á meðan á heiluninni stóð sögðu leiðbeinendur mínir mér hvar ég ætti að leggja hendur mínar yfir hana. Þegar tekin var röntgenmynd af henni að nýju sáu læknarnir að þessi stóra blaðra var horfin með öllu, ef ekki hefði ef til vill þurft að gera aðgerð á legi hennar.“

Hvernig þarf fólk að vera á sig komið til að fá heilun hjá þér?

„Enginn verður veikur nema sá sem á í vandræðum með anda sína. Vitundin ákveður ekki allt um líf okkar, þetta skilur fólk ekki. Við erum með undir-vitund. Hæfileikar mínir gera mér kleift að komast í samband við hana og ræða við andana þar. Andi fylgir hverjum sjúkdómi. Þegar ég segi skjólstæðingum mínum frá raunverulegri ástæðu sjúkdóms þeirra fara þeir venjulega að gráta vegna þess að í flestum tilvikum veit fólk um meginástæðu vanda síns en kýs að viðurkenna hana ekki fyrir sjálfu sér. Við svo búið ræði ég við andana og segi síðan skjólstæðingunum hvað þeir verði að gera til að lækning takist en þeir ráði sjálfir hvort þeir fari að tillögum mínum. Sumir hafna ráðum mínum alfarið. Nú, ég er bara shamaninn, þeir velja sér leið til lækningar, ég er ekki annað en leiðsögumaður.“