Tveir heimar - Suðurhlíð 35

TVEIRHEIMAR

Tveir heimar er miðstöð heildrænnar hreyfingar og heilsu. Heimilið okkar er í Suðurhlíð 35 á einstaklega friðsælum, grónum og sólríkum stað.

Fossvogsdalur á eina hlið og Fossvogurinn aðra – og bragur miðstöðvarinnar er heimilislegur, vinalegur og hressandi.

Markmið okkar er að næra og efla hug og líkama. Hjá okkur er hugtakið hreyfing víðtækt og undir það falla til dæmis: Kjarnþjálfun/Nucleus Kinetics, Qi gong, Tai qi, heimspekileg hugarleikfimi, qi gong hugleiðsla, fræðsla og kennsla.