Tveir heimar - Suðurhlíð 35

Hvað gerum við!

Tveir heimar er fyrirtæki heildrænnar hreyfingar og heilsu. Við höfum starfað síðan 2015 og tekið á móti fólki sem vill auka lífsgæði sín og fara óhefðbundnar leiðir til þess. Markmið okkar er að næra og efla hug og líkama og hjálpa þeim sem glíma við heilsufarsvandamál og finna leiðir með einstaklingum hvernig hann getur unnið sjálfur að bættri heilsu og vellíðan. Grunnstoðir Tveggja heima er kínversk, þar sem lífstíll og vandamál er skoðað útfrá gleraugum kínversku heilsufræðanna. Fólk hefur leitað til okkar vegna ýmisa lífstílstengdra vandamála: Mataræði, hreyfingu, hugarfarsleg og tilfinningaleg vandamál, hverskyns verkja í líkama vegna meiðsla og óútskýranlegra þátta.

Qigong, Tai chi, hugleiðsla, teygjur, spennulosun, viðtöl, nálastungur, öndunaræfingar, þrekæfingar.

Tveirheimar þjónusta alla aldurhópa!