Tveir heimar - Suðurhlíð 35
Qigong flæði / Þórdís
Aug 15

Qigong flæði / Þórdís

Rísandi blóm og Syndandi dreki.

Í tímanum æfum við oftast saman tvö Qi gong kerfi sem kallast Rísandi blóm og Syndandi dreki. Bæði kerfin eiga það sameiginlegt að vinda upp á og losa stífa og spennta vöðva sem liggja meðfram hryggjarsúlunni, auk þess virkja þau taugar sem liggja frá hnakka og að rófubeini og inn í vöðva og líffæri líkamans. 

Rísandi blóm og Syndandi dreki eru róleg og mjúk kerfi sem auðvelt er að læra og þau hafa í sveigjanleika sínum mjög góð áhrif á líffæri líkamans. Æfingar beggja kerfanna eru iðkaðar standandi; þær eru afar gagnlegar og auka orku okkar og liðleika. Þær styrkja líffærin og vernda þau, viðhalda styrk liðamótanna og síðast en ekki síst efla þær nýrnaorkuna. Í nýrnaorkunni dvelur grunnorka mannsins samkvæmt kínverskri lænisfræði. Grunnorka okkar er því bæði lífsnauðsynleg og máttug – og um leið og við líkjum mannslíkamanum við síma má auðveldlega líkja grunnorku okkar við rafhlöðu símans sem verður að vera vel hlaðin til að síminn virki, geri sitt gagn og sinni hlutverki sínu.
Tíminn hentar öllum sem eru stífir eða verkjaðir í hrygg, glíma við hvers konar stoðkerfisvandamál eða jafnvægisleysi. Hreyfingarnar hjálpa okkur að leiða hugann að önduninni og þar með andartakinu; þær þjálfa næmi okkar fyrir myndlíkingum, en hlutverk þeirra er að sameina líkamann og hugann sem saman styðja auðvitað við vellíðan og virkni.

Góður tími fyrir byrjendur og lengra komna.

Kennari: Þórdís Filipsdóttir.