Tveir heimar - Suðurhlíð 35
Tai chi og teygjur / Þórdís
Aug 15

Tai chi og teygjur / Þórdís

50-60 mínútna tími þar sem Tai chi æfingar eru gerðar, teygjur og spennulosun í lokin.

Tai chi eru hægar og agaðar hreyfingar sem eiga rætur sínar að rekja í kínversku bardagalistina Kung Fu. Allir geta gert Tai chi.

Teygjurnar eru mismunandi stöður sem við komum líkamanum fyrir í svo hann geti sjálfur lengt sig án þess að honum sé hjálpað með miklu afli. Stöðurnar eru einfaldar og henta flestum, ekki síst þeim sem eru mjög stirðir.

Við höllum okkur að stirðleikanum. Við gefum líkamanum 3-5 mín í hverri stöðu, sýnum honum þolinmæði til að mæta sjálfum sér og þá hreyfir hann sig rólega inn í stirðleikann, án mikillar áreynslu. Í tímanum eru gerðar austrænar isometrískar æfingar til að byggja upp sterkar og liðugar mjaðmir og fótleggi. Með reglulegri ástundun beinir iðkandinn blóðflæði til mjaðma, hnjáa og ökla sem eru þau svæði sem eru oftast undir mesta álaginu.

Tai chi og teygjur er öflug leið og þjálfun í að mæta sjálfum sér þar sem maður er staddur líkamlega. Æfingarnar þjálfa innri hlustun og eykur blóð og orkuflæði í líkamanum.

Fyrir hverja?

Tíminn er ætlaður fólki sem þykir gott að teygja og þeim sem eru með mjög stirðan líkama, einnig fólki með gigt eða stoðkerfisvandamál af einhverju tagi. Einnig er tíminn góð viðbót við austrænar bardagalistir eins og Karate, Taekwondo og Kung-fu.

Opnir tímar, þú getur byrjað hvenær sem er.

Fólk svitnar ekki mikið í þessum tímum svo það er tilvalið að koma í hádeginu og fara svo beint í vinnuna á eftir. (við mælum með lausum fatnaði svo ekkert þrengi að í stöðunum)

 

Kennari Þórdís Filipsdóttir