Tveir heimar - Suðurhlíð 35
Qigong fyrir konur / Rakel
Aug 15

Qigong fyrir konur / Rakel

Til að líkaminn geti heilað sig sjálfan og komið á jafnvægi á ný þarf hann leiðsögn frá þér. Rétt eins og lótusblómið vex upp úr leðjunni fyrir tilstilli hreyfinga vatnsins. Qigong æfingarnar geta hjálpað þér að opnast og blómstra á meðan þú losar um streitu, brýtur upp gömul neikvæð tilfinningamynstur og jarðtengir þig í náttúrulegri náð þinni og nærveru – leyfir gjöfum þínum að blómstra.

Þegar þú ert í jafnvægi andlega, tilfinningalega og líkamlega ert þú fær um að samræma lífskraft þinn og lífstakt og næra getu þína til að lækna og heila. Mikið álag og endalausar áskoranir (persónulegar og samfélagslegar) geta rænt okkur lífskraftinum og hefur þörfin til að eiga rætur í eigin visku sjaldan eða aldrei verið meiri.

Qigong fyrir konur (Radiant Lotus Qigong) býður upp á kraftmiklar en þó mildar og tignarlegar æfingar sem valdefla konur, styrkja þær, heila og næra. Það geta allar konur stundað Radiant Lotus Qigong.

Æfingarnar í Radiant Lotus Qigong fyrir konur eru þróaðar af hinum mikilsvirta Qigong kennara Daisy Lee.

Við erum öll verur…lífsnauðsynlegar, sterkar, blíðar og tignarlegar. Þegar við erum í jafnvægi andlega, líkamlega og tilfinningalega erum við sterkari og betri verur. Við finnum hinn innri frið.

— Daisy Lee

Kennari: Rakel Fleckenstein Björnsdóttir