Tveir heimar - Suðurhlíð 35
Qi-gong
Aug 15

Qi-gong

Qi-gong æfingakerfin sem Filip kennir heita Átta silkimjúkar hreyfingar , á kínversku Ba juan jin. og seinna kerfið, Liðamóta og Sina aðferðin, á kínversku Yi jin jing. Formin tvö eru ein af þeim þekktustu í heiminum í dag og hefur verið iðkað í Kína í nokkur þúsund ár. Æfingakerfin henta öllum aldurshópum og þeim sem vilja kröftugar og mjúkar hreyfingar fyrir allan líkamann.

Filip veitir leiðsögn í Qi-Gong öndun sem er ein elsta og jafnframt árangursríkasta æfing til að að ná einbeitingu og rósemd.

Með reglulegri ástundun lærir þú að samræma öndunina við mjúkar flæðandi hreyfingarnar, og þegar það gerist skapast jafnvægi í huga og líkama sem er fjársjóður í hröðu umhverfi nútímans.

Qi-gong æfingar eru stundaðar af fólki á öllum allri til heilsubótar.

Opnir tímar, þú getur byrjað hvenær sem er. Byrjendur hjartanlega velkomin.

Event Timeslots (3)

Mánudagur
-
FILIP opin tími
Filip

Miðvikudagur
-
FILIP opin tími
Filip

Föstudagur
-
FILIP opin tími
Filip