Tveir heimar - Suðurhlíð 35
Jóga/Qigong / Rakel
Dec 30

Jóga/Qigong / Rakel

Í Jóga-Qi tímunum notum við flæðandi Qigong æfingar og jógastöður til að slaka á líkamanum.  Við beitum öndunaræfingum til að stýra Qi (Prana) orkunni til þeirra líffæra eða líkamshluta sem við erum að vinna með hverju sinni og gerum góðar slökunaræfingar og hugleiðslu í lok hvers tíma.

Æfingarnar eru aðlagaðar að hverjum og einum og henta bæði byrjendum og lengra komnum.

Í Jóga-Qi eru þessi tvö austurlensku æfingaform, jóga og Qigong, sett saman þar sem áherslan er á núvitund og samhæfingu öndunar og hreyfingar.

Qigong er stundum kallað “kínverskt jóga” á sama hátt og jóga er stundum kallað “indverskt Qigong”. Segja má að Qigong sé sambland af ýmiskonar jóga (vísindin um sjálfskynjun) og Ayuerveda (vísindin um sjálfsheilun).