Tveir heimar - Suðurhlíð 35

Þórdís Filipsdóttir

Þórdís Filipsdóttir

Á undanförnum 12 árum hefur Þórdís hjálpað fjölmörgu fólki á öllum aldri með margvíslega líkamlega og andlega kvilla til að ná betri heilsu með einstaklingsmeðferð sem samhæfir líkamsþjálfun, samtal og kínverska læknisfræði. Árið 2015 tók hún það skref að opna miðstöð þar sem kínversk jafnvægislist og hennar aðferð, Kjarnþjálfun, er sett í öndvegi.

Þórdís er menntaður Qi Gong kennari og Þerapisti frá Qi Gong Institute of Rochester í New York 2010 með sérhæfingu í almennri kínverskri læknisfræði, matarvenjum og jafnvægisæfingum. Einnig hefur hún ferðast til Kína til að auka við menntun sína í Tai-chi og Qi-gong. Hún útskrifaðist í kínverskum nálastungum árið 2016.

 

Þórdís lauk þjálfaraprófi 2003 og hefur aflað sér reynslu og þekkingar á hefðbundnum sviðum líkamsþjálfunar. Hún er einnig viðurkennd sem Neuroluingistic Programming Practitioner frá Bruen 2008.

Auk þess að vera menntaður áfengis- og vímuefnaráðgjafi frá Ráðgjafaskóla Íslands setti Þórdís ásamt fleirum á stofn ráðgjafaúrræði fyrir átröskunarsjúklinga. Úrræðið hlaut nýsköpunarstyrk árið 2009 úr Atvinnuþróunarsjóði kvenna sem velferðarráðuneytið úthlutar.

Þórdís er höfundur Sitstretch forritsins sem fær skrifstofufólk sem vinnur langa vinnudaga fyrir framan tölvuna til að gera æfingar og teygja á stífum vöðvum. www.sitstretch.com

Þórdís byggir starf sitt á innsæi, reynslu og menntun til að greina og efla fólk að finna sína eigin leið í heilsu og jafnvægi.

Frá Þórdísi

Ég hef unnið sem þjálfari og therapisti síðan 2003. Með árunum hef ég þróað mína eigin aðferð sem er hreyfanleg milli kerfa, hins kínverska og hins vestræna.

Þessi leið hefur skilað skjólstæðingum mínum góðum árangri. Fólk sem hefur nýtt sér aðferðina mína kemur alls staðar að og er úr öllum lögum samfélagsins: lögfræðingar, íþróttafólk, stjórnmálamenn, húsmæður, listamenn, rafvirkjar, smiðir, skólafólk á öllum aldri – og svo mætti lengi telja.

Besta leiðin að vellíðan og hreysti er ekki að minnka við sig kaloríur og neita sér um hitt og þetta til að léttast og styrkjast. Það dugar skammt.

Besta leiðin er að skilja og þekkja okkur sjálf, leyfa okkur að vera eins og við erum án þess að fella dóma. Til þess að ná árangri er engin hreyfing útundan. Öll hreyfing stuðlar að losun og ýtir við hindrunum sem hafa búið um sig, oft án vitneskju okkar. Í þjálfuninni legg ég áherslu á að fækka þessum hindrunum til að ná upphaflegum markmiðum. Við svitnum, hlæjum, grátum og erfiðum, við beitum okkur hörðu og yfirstígum hindranirnar hverja af annarri, hefðbundnar leiðir víkja fyrir nýjum sem falla að þörfum hvers og eins – sé þess þörf öskrum við!

Hafðu samband við Þórdísi

Sími: +354 822 2990

Tölvupóstur: 2heimar@2heimar.is