Tveir heimar - Suðurhlíð 35

Teygjur og styrkur

Þórdís Filipsdóttir kjarnþjálfari kennir teygjutímann. Teygt er á öllum vöðvum líkamans. Teygjurnar eru hefðbundnar með austrænu ívafi. Mikil áhersla er lögð á öndun og er tekinn góður tími í hverja teygju. Hver tími er í 40 mínútur með djúpöndun í lokin. Teygt er í 30 mínútur og í 10 mínútur er farið dýpra í öndunaræfingarnar sem er slakandi og orkugefandi. Markmið teygjutímans er að finna fyrir líkamanum og stýra huganum í slökun svo að líkaminn geti teygt sig sjálfur.

Tíminn er fyrir alla sem vilja ástunda agaðan líkamsburð, öndun og einbeitingu og teygja á vöðvum líkamans.