Tveir heimar - Suðurhlíð 35

Shi San Shi Luohan Qi-gong

13 Shaolin Luohan Qi-gong (Shi San Shi Luohan Qi-gong)

Shaolin Luohan Qi-gong er samsett af 13 ólíkum hreyfingum sem hinir kínversku Shaolin munkar þróuðu í klaustri í Kína fyrir árþúsundum. Samkvæmt kínverskum sögnum er Luohan fremstur meðal jafningja, æðsti munkurinn, hin fullkomna mannvera sem hefur öðlast uppljómun og er því laus við allar veraldlegar kröfur og langanir.

Shaolin Luohan Qi-gong kerfið stuðlar að andlegri rósemd, skarpri einbeitingu og viljafestu. Iðkunin fer fram standandi, hver hreyfing er endurtekin átta sinnum og við það hitnar líkaminn og hjartsláttur eykst og þá tekur við æfing sem gerð er tvisvar sinnum, en hún róar líkamann og jafnvægisstillir hann. Ferlið er síðan endurtekið 13 sinnum, jafnoft og æfingarnar eru margar.

Æfingarnar eru hægar en þær eru jafnframt mjög ákveðnar, jafnvel töff enda eru þetta bardagahreyfingar. Eftir jafna ástundun finna iðkendur fyrir ákveðni, valdeflingu og auknum styrk til allra verka.

Shaolin Luohan Qi-gong kerfið verður kennt hægt og bítandi allan veturinn, lærist með reglulegri ástundun og hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum.

Hreyfingarnar eru þessar í réttri röð og við kynnumst þeim betur með hverri æfingu.

1. Gamall munkur heggur við.

2. Æðsti munkur sveiflar kápu sinni.

3. Latur munkur liggur á kodda.

4. Tvær hendur ýta fjalli.

5. Vindurinn sveiflar laufum Lótusblómsins.

6. Æðsti munkur ber flaggstöngina.

7. Skýjahendur, sjö stjörnur.

8. Tígisdýr faðmar höfuð.

9. Hönd ýtir með lófa.

10. Æðsti munkur sáldrar hveiti.

11. Hvítur snákur spýtir í miðjuna.

12. Hönd kemur reykelsi fyrir.

13. Æðsti munkur ber körfu á armi.

Kennari:
Þórdís Filipsdóttir