Samræðutehúsið Heimskringla er byggt á hringumræðuaðferð, virkri hlustun og tjáningu.
Kristrún Heimisdóttir stýrir umræðu þar sem vestrænir hugar eru opnaðir fyrir austrænni heimspeki og lífsgildi og lifnaðarhættir ræddir í samhengi. Umræðan styður við iðkun og þjálfun í Tveimur heimum bæði Qigong hugleiðslu, æfingar og Kjarnþjálfun.
Dæmi um umræðu :
Orka og eðlisfræði
Siðvit og geðheilsa
Sálin í austri og vestri
Descartes í íslenskri menningu
Oft er boðið áhugaverðum gestum sem vilja innleiða um hugðarefni sitt eða starf og verður það kynnt sérstaklega á fésbókarsíðunni okkar : https://m.facebook.com/tveirheimar
Hvenær: Laugardögum kl 11:00 – 12:30.
Hvernig: Þú einfaldlega mætir á staðinn og Kristrún tekur vel á móti þér.
Orkuskipti: Frjáls framlög í tesjóð.