Tveir heimar - Suðurhlíð 35

Rakel Fleckenstein Björnsdóttir

Rakel Fleckenstein Björnsdóttir kennir Qigong fyrir konur og er með lokað námskeið í hormónajóga fyrir konur.

 Hún er jógakennari og kennir hormónajóga í Tveimur heimum og í Ljósheimum í vetur en hún hefur kennt í Ljósheimum undanfarin ár. Rakel er eini kennarinn á Íslandi sem hefur réttindi til að kenna hormónajóga samkvæmt aðferðafræði Dinah Rodrigues. Rakel er einnig með jógakennararéttindi frá Open Sky Yoga (á grunni Iyengar). Sjá nánar áwww.hormonajoga.is.

 Rakel hefur iðkað Qigong í Tveimur heimum og sótt einkatíma og leiðir nú í fyrsta skipti æfingarnar. Hún lærði Gunnarsæfingarnar hjá Þorvaldi og lauk hjá honum grunnþjálfun fyrir leiðara æfinganna og hefur sótt tíma hjá Þórdísi, bæði einkatíma og námskeið. Saman hafa þær stöllur unnið með sérstakar æfingar fyrir konur og hormónastarfsemina sem Rakel mun leiða nú. Rakel mun einnig leiða æfingar úr æfingaröð Qigong kennarans Daisy Lee, Radiant Lotus Qigong for women.

 Rakel rekur ásamt fjölskyldu sinni fyrirtækið Yoga Natura ehf., en reksturinn tengist útgáfu, ljósmyndun og námskeiðahaldi ýmiskonar. Áður starfaði hún sem verkefnastjóri hjá Landssamtökum lífeyrissjóða og þar áður í menntamálaráðuneytinu og í verkefnum á vegum þess. Síðast sem aðstoðarverkefnisstjóri verkefnisins Sögueyjan Ísland – Ísland heiðursgestur á Bókamessunni í Frankfurt árið 2011 og í framhaldi af því sem  framkvæmdastjóri Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Rakel hefur þýtt þrjár bækur úr þýsku og ensku: Metsölubókina Þarmar með sjarma, útgefandi: Veröld, Leyndarmál hamingjunnar, útgefandi: Veröld og nú síðast Hormónajóga – leið til að endurvekja hormónabúskap þinn, útgefandi: Yoga Natura. Rakel  vinnur nú að þýðingu og útgáfu bókar um hormónajóga fyrir karla og sykursjúka.