Tveir heimar - Suðurhlíð 35

Qigong og Hormóna Jóga

Í Qigong fyrir konur, sem kennt er einu sinni í viku, leggur Rakel meðal annars áherslu á æfingar úr æfingaröð Qigong kennarans Daisy Lee, Radiant Lotus Qigong for women. Um er að ræða kraftmiklar en á sama tíma ljúfar og tignarlegar æfingar sem henta konum á öllum aldri. Það geta allar konur stundað Qigong en æfingarnar eru styrkjandi,  draga úr streitu, næra líkama og sál og geta brotið upp gömul munstur.

 

Í hormónajóga fyrir konur kennir Rakel alla æfingaröð höfundar hormónajóga, Dinah Rodrigues, á fimm vikna lokuðu námskeiði. Hún er eini kennarinn á Íslandi sem hefur öðlast réttindi til að kenna aðferðafræði Rodrigues og býður upp á sambærileg námskeið í Ljósheimum, Borgartúni 3. Rakel er einnig með jógakennararéttindi frá Open Sky Yoga (á grunni Iyengar) Sjá www.hormonajoga.is.