Tveir heimar - Suðurhlíð 35

Qigong fyrir barnshafandi konur

Qigong og Tai chi fyrir barnshafandi konur.

Qigong og Tai chi fyrir barnshafandi konur er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og verður kennt aftur í september 2021.
Á meðan námskeiði stendur lærir þú:
° Að anda í takt við hreyfingu líkamans, sem er góður undirbúningur fyrir fæðingu.
° Teygjur og æfingar sem auka blóð og orkuflæði til allra útlima, þá aðallega fóta.
° Þjálfun í samhæfingu,minni og jafnvægi.
° Þú lærir sérstaka Qigong og Tai chi hreyfirútínu utan að svo þú getir gert æfingarnar sjálf, heima eða úti í náttúrunni.
° Öndunaræfingar til að styrkja mjóbak, jafna orkuflæði um hryggjasúluna og styrkja tengslin við líkamann þinn og fallega ljósið sem er koma í heiminn.
Eftir hvern tíma býðst konum að staldra við í setustofunni og drekka ilmandi te og spjalla saman.
Hvað er Qigong og Tai chi :
Qigong og Tai chi eru mjúkar jafnvægisæfingar sem byggja á agaðri öndun, meðvituðum hreyfingum og einbeittum hug. Æfingarnar eiga rætur sínar að rekja í kínversku læknisfræðina og sjálfsvarnarlistarinnar Kung Fu. Qigong og Tai chi á sér mörg þúsund àra sögu og þar á meðal kenningarinnar um andstæðuöfl náttúrunar Yin og Yang sem gæða allt líf í tilverunni.
Dæmi um yin og yang er samruni og vöxtur sæðisfrumu og eggs, samspil flóðs og fjöru, dagur og nótt, innöndun og útöndun, slökun og átök.
Í Qigong og Tai chi fyrir barnshafandi konur leitumst við í að jafnvægisstilla hugsun, ná tengslum við líkamann til að geta lotið þeim náttúrulögmálum sem gefa heilsu, vellíðan og jafnvægi á meðgöngu sem og undirbúning fyrir fæðingu.