Tveir heimar - Suðurhlíð 35

Qigong er hugleiðsla og Hreyfing

Qigong æfingar eru hugleiðsla og hreyfing. Takist okkur að sameina eða samhæfa öndun, hreyfingu og hugsun skapast áhrifaríkt andartak.
Qigong snýst um að skapa hið besta orkustreymi, sjúkdómar stafa af skorti á orkujafnvægi. Allt sem við gerum er reist á: öndun, hreyfingu og hugsun. Qigong snýst þess vegna um agaða öndun, agaðan líkamsburð og agaða hugsun, það er einbeitingu.
Unnt er að láta qi leika um líkamann með því að hreyfa sig, aga öndunina og einbeita sér. Hugurinn er alltaf á hreyfingu. Unnt er að hægja á honum með hreyfingu og öndun. Með því að róa hugann skerpist vitundin. Hugarró skapar einnig nýtt líkamlegt ástand. Líkamlegt ástand getur breytt andlegu heilbrigði okkar. Samspilið milli huga og líkama er ótvírætt og innan læknavísindanna hefur áhuginn á því aukist mikið hin síðustu ár.
Lykillinn að árangri í qigong er að búa yfir hugarró. Með æfingunum skapast ró í huganum. Unnt er að smíða brú yfir í undirmeðvitundina með öndun sem er eins og spegill sem endurvarpar mynd af líkamlegu og andlegu ástandi okkar. 
Í qigong æfingum breytist andardrátturinn. Hann verður hægari oft aðeins fjórum til fimm sinnum eða sjaldnar á mínútu í staðin fyrir 10 til 20 sinnum.
Úr bókinni Gunnarsæfingarnar.