Tveir heimar - Suðurhlíð 35

Qi-gong: Sitjandi Qi gong

Sitjandi Qi-gong – Kennt í Bólstaðahlíð

Góðar æfingar fyrir alla aldurshópa. (Kennslan fer fram í Bólstaðarhlíð 45.)

Í tímanum æfum við saman Fragrance Oi – gong sem á kínversku kallast Xiang – gong.
Hreyfingarnar hafa góð áhrif á allan líkamann en þó aðallega á efri hluta hans; herðar, handleggi, olnboga, úlnliði og þá ekki hvað síst skynfæri okkar.

Xiang – gong er ólíkt öðrum Qi – gong formum því að í Xiang- gong samhæfum við ekki öndunina hreyfingunum. Hreyfingarnar sem eru örvandi eru líka hraðari en aðrar Qi-gong æfingar og flestar eru þær gerðar með handleggjunum.

Tíminn, sem er 45 mínútur, skiptist í tvo hluta. Í fyrri hlutanum er Xiang-gong iðkað. Í seinni hlutanum lærum við einnig aðrar hreyfingar sem hafa mjúkar áherslur þar sem hraðar hreyfingar og hægar skiptast á og áhersla er lögð á öndun og slökun.

Tíminn hentar öllum aldurshópum, byrjendum og lengra komnum, þá ekki hvað síst fólki sem vinnur við tölvur og vill koma í veg fyrir vandamál sem tengist baki, vöðvabólgu og stirðleika í herðum og hálsi. Hreyfingarnar henta líka þeim sem þjást af slitgigt í fingrum, hafa verki í baki, handleggjum og herðum eða tennisolnboga. Þær jafna allt orkuflæði líkamans, auka blóðflæðið, bæta svefninn og stuðla að vellíðan í vöðvum og liðamótum.

Kennari:
Þórdís Filipsdóttir.