Qi Gong – líf

Opnir tímar í Qigong lífsorku, alhliða styrking og gleði
Nýtt Þorvaldur verður með tíma kl.12-12:50 á mánudögum og miðvikudögum og kl. 17:30 – 18:20 á þriðjudögum og fimmtudögum – byrjar 10. september. Allir hjartanlega velkomnir.
Tímarnir eru fyrir alla þá sem vilja auka lífsorku og jákvæðar tilfinningar. Opna betur á orkubrautir líkamans, styrkja bæði
andlega og líkamlega heilsu. Minnka stress og líkur á kulnun og kvíða. Qigong lífsorku-æfingarnar hafa verið stundaðar í Kína í yfir 5000 ár. Æfingarnar byggja á djúpri öndun, hugleiðslu og hreyfingu. Æfingarnar opna á orkubrautir og losa um andlega og líkamlega spennu. Æfingarnar og hugleiðslan eru ein besta leiðin til að viðhalda heilsu og lífsgleði. Qi (Chi) er hrein tær orka í allri náttúrunni – frumaflið – lífsorkan. Qigong æfingar og hugleiðsla hafa góð áhrif á líkama og sál, draga úr líkum á kvíða og kulnun. Þær byggja upp jákvætt hugarfar og styrk til að standa óhrædd með okkur í dagsins önn. Æfingarnar eru
einfaldar þannig að allir geta notið þeirra. Ástundun Qigong hefur góð áhrif á samskipti, eykur hugarró og einbeitingu.
Ávinningur þinn af Qigong æfingunum:
• Aukin orka og styrkur.
• Djúp slakandi og nærandi öndun.
• Spennulosun og opnun á orkubrautir líkamans.
• Eflir jákvæðni, samkennd og núvitund.
• Aukin einbeiting og viljastyrkur.
Qigong lífsorku-æfingarnar leiðir Þorvaldur Ingi Jónsson. Hann hefur undanfarin ár stundað og leitt Qigong lífsorkuæfingar, sótt námskeið hjá mörgum Qigong meisturum. Þorvaldur er einnig viðskiptafræðingur með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun. Hann heldur reglulega fyrirlestra og námskeið fyrir einstaklinga og fyrirtæki tengt Qigong lífsorku og jákvæðri þjónandi leiðtogastjórnun.
Umsögn frú Vigdísar Finnbogadóttur fv. forseta sem hefur stundað Qigong frá árinu 1994: “Þorvaldur Ingi Jónsson býr yfir einstakri hæfni til að stjórna Qigong æfingum af kunnáttu, festu og þeirri persónulegu útgeislun sem þær krefjast. Mér er af eigin reynslu ljúft að mæla með Þorvaldi Inga sem frábærum leiðbeinanda fyrir þá sem hafa huga á að kynna sér Qigong til að viðhalda góðri lífsorku og efla jákvæða lífsafstöðu.”