Tveir heimar - Suðurhlíð 35

Qi-Gong: Jafnvægishlaup

Qi-gong – jafnvægishlaup

Mæting á bílastæðinu fyrir utan Tvo heima, Suðurhlíð 35
Allir komi klæddir í þægileg skokkföt og góða skó (léttir gönguskór eru alveg gildir og engin þörf að kaupa sérstaka hlaupaskó strax). Eftir tímann er ekki verra að skella sér í sund og láta líða úr sér í vatninu.

Markmiðið er að samþætta hugleiðslu, qi-gong, öndun og jafnvægisæfingar úti á skógarstígum og inni í rjóðrum Öskjuhlíðar. Á þann hátt undirbúum við líkamann fyrir meiri ójöfnur í undirlagi, gildir þá einu hvort fólk stundar vetrargöngur, gengur á fjöll eða hleypur utan malbiks; Qi – gong jafnvægishlaupið hljálpar alltaf. Æfingarnar eru sérlega góðar fyrir, ökkla, kálfa, læri og mjaðmir þannig að fætur verða sterkari og vöðvarnir taka jafnt á móti öllum hreyfingum. Öguð öndun er lykilatriði á hlaupunum jafnt sem í Qi-gong.

Við þjálfum okkur í að verða meðvituð um hvert skref sem við stígum til að vera viðbúin alls kyns ójöfnunum sem verða á vegi okkar; þetta er því sannkölluð núvitundarþjálfun.

Qi-gong – jafnvægishlaup er aðeins röskari hreyfing en göngutúr og útiveran stuðlar auðvitað að heilbrigði. Hreyfingin er tilvalin æfing fyrir fjallgöngur eða hugsanleg fjallahlaup í framtíðinni.

Æfingarnar byggja upp sterkari ökkla og skapa betra jafnvægi í daglegu lífi, auk þess sem þær fyrirbyggja að fólk detti um sjálft sig.

Kennari:
Ásgeir Brynjar Torfason