Tveir heimar - Suðurhlíð 35

Qi-gong fyrir konur

 

 

 Qigong fyrir konur

 

Um er að ræða kraftmiklar en ljúfar og tignarlegar æfingar fyrir konur sem vilja styrkja sig líkamlega, andlega og tilfinningalega og taka virkari ábyrgð á eigin heilsu og líðan. Æfingarnar draga úr streitu, næra líkama og sál og geta brotið upp gömul munstur.

Konur í dag eru undir miklu álagi og kröfurnar sem við sjálfar gerum til okkar eru stundum ómanneskjulegar og draga úr okkur alla orku. Þörfin fyrir að finna viskuna innra með okkur sjálfum og jafnvægið hefur aldrei verið meiri.