Tveir heimar - Suðurhlíð 35

Qi-gong fyrir barnshafandi konur

Qigong og Tai chi fyrir barnshafandi konur

Í september bjóða Tveir heimar upp á lokuð námskeið í Qigong og Tai chi fyrir barnshafandi konur.

Þórdís Filipsdóttir, eigandi Tveggja heima, komin sjálf 7 mánuði á leið er leiðbeinandi námskeiðsins. Qigong og Tai chi fyrir barnshafandi konur er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og verður kennt í september/október og svo aftur í janúar á næsta ári.

 

Áhersla :

Að anda í takt við hreyfingu líkamans, sem er góður undirbúningur fyrir fæðingu.

Teygjur og æfingar sem auka blóð og orkuflæði til allra útlima, þá aðallega fóta.

þjálfun í samhæfingu og minni. Þú lærir Qigong og Tai chi hreyfirútínu utan að svo þú getir gert æfingarnar hvert sem þú ferð.

Öndunaræfingar til að styrkja mjóbak og jafna orkuflæði um hryggjasúluna.

Eftir hvern tíma býðst konum að staldra við í setustofunni og drekka heimalagað te fyrir barnshafandi konur og spjalla saman.

Hvað er Qigong og Tai chi

Qigong og Tai chi eru mjúkar jafnvægisæfingar sem byggja á agaðri öndun, meðvituðum hreyfingum og einbeittum hug. Æfingarnar eiga rætur sínar að rekja í kínversku læknisfræðinni og sjálfsvarnarlistinni Kung Fu. Qigong og Tai chi á sér ævaforna sögu og þar á meðal elstu kenningar um andstæðuöfl náttúrunar Yin og Yang sem gæða allt líf í tilverunni.

Dæmi um yin og yang er samruni sæðisfrumu og eggs, samspil flóðs og fjöru, hringrás daga og nætur, innöndun og útöndun og slökun og átaka.

Í Qigong og Tai chi leitumst við í að jafnvægisstilla hugsun, ná tengslum við líkamann til að geta lútað þeim náttúrulögmálum sem gefa heilsu, vellíðan og jafnvægi.

Aðeins 7 konur á námskeið til að virða Covid rýmið.

Námskeið hefst : 8 sept – 2 október

Kennsla : á þriðjudögum og föstudögum kl 15:00-16:00

Verð fyrir námskeið : 27.000 kr. Á meðan námskeiði stendur gefst konum tækifæri til að sækja aðra tíma hjá Þórdísi í hádeginu á mán,þriðjud,miðvd og fimmtud kl 12:00.

Skráning nauðsynleg á emaili: 2heimar@2heimar.is . Greiða þarf fyrir námskeiðið um leið og þú hefur fengið svar um að þú hafir fengið pláss.

 

Best er að klæðast víðum fötum sem þrengja ekki að.