Tveir heimar - Suðurhlíð 35

Qi-gong og teygjur

Qi-gong og teygjur

Tíminn er í 50 mínútur, meginuppistaða hans er Qigong æfingar og teygjur. Með teygjunum komum við líkamanum í þá stöðu að hann geti teygt sig mjúklega og án mikils afls. Stöðurnar eru einfaldar og þær henta flestum, ekki síst þeim sem eru mjög stirðir. Hver staða varir í 3-5 mínútur og með þolinmæðina að vopni hreyfir líkaminn sig rólega og án áreynslu inn í stirðleikann og vinnur bug á honum.

Með því að iðka Qigong og teygjur fáum við góða þjálfun í að hlusta á líkama okkar og koma til móts við þarfir hans, æfingarnar auka bæði blóð- og orkuflæði.

Í tímanum eru gerðar austrænar æfingar, þar á meðal æfingar sem kallaðar eru Ísómetrískar; æfingarnar byggja upp sterkar og liðugar mjaðmir og fótleggi. Með reglulegri ástundun beinir iðkandinn blóðflæðinu til mjaðma sinna, hnjáa og ökkla sem eru einmitt þau svæði
sem oftast eru undir mesta álaginu. Hinar austrænu æfingar kalla fram
stöðuleika og styrk og gagnast afar vel þeim sem glíma við líkamlegt ójafnvægi; æfingarnar reyna ekki á liðamót og þess vegna henta þær flestum ef ekki öllum.

Tíminn er ætlaður þeim sem stirðir eru og þykir gott að teygja og einnig fólki sem þjáist af gigt eða hinum ýmsu stoðkerfisvandamálum. Tíminn nýtist líka sem góð viðbót við austrænar bardagalistir eins og til dæmis Karate, Taekwondo, Judo og Kung-fu. Þess má geta að iðkendur svitna ekki mikið í tímanum og þess vegna er tilvalið að koma í
hádeginu og fara svo til dæmis beint í vinnu. Við mælum með léttum
fatnaði sem ekki þrengir að líkamanum.

Qi-gong og teygjur henta byrjendum og lengra komnum.

Kennari:
ÞórdísFilipsdóttir