Tveir heimar - Suðurhlíð 35

Njála með Einari Kárasyni

Tveir heimar bjóða uppá tveggja kvölda námskeið í Njálu með Einari Kárasyni.
img_0532

Hvaðan kemur Njála- upp úr hverju er hún sprottin?

Nú eru allir að tala um Njálu, eða hafa séð hana í leikhúsinu, en núna er ætlunin að skoða upp úr hverju þetta fræga bókmenntaverk er sprottið.

Það er nokkurnveginn vitað hvenær hún var samin, og áhugavert er að skoða hvaða atburði, deilur og stríð sá sem skrifaði bókina hafði upplifað í sínum samtíma og hvernig þeir atburðir enduróma í sögunni sem hann skrifaði.

Njála gerist á árunum í kringum 1000 en var ekki samin fyrr en tæpum þremur öldum síðar, og víða má heyra bergmál af seinni tíma atburðum í persónum og atburðum bókarinnar.
Jafnframt skoðum við bókmenntatískur og strauma frá samtíma Njáluhöfundar og veltum upp möguleikum á hver sé líklegastur til að hafa skrifað svona stórbrotið bókmenntaverk í fámennu og frumstæðu samfélagi þrettándu aldar.

Fyrirlesarinn, Einar Kárason rithöfundur, hefur mikið fjallað um þessa tíma í sínum verkum, og einnig skrifað fræðilegar greinar í tímarit um bakgrunn Njálssögu.

Tími: 20-21:30
Gjald fyrir námskeiðið er 12.500kr

Leiðbeinandi áskilur sér rétt til breytinga.

Upplýsingar og pantanir á námskeiðið í síma 786 8699 eða í tölvupósti : 2heimar@2heimar.is