Náttúru Qi Gong: Úti Qi Gong

Náttúru Qi-gong

Sjálfstætt framhald af Klambratúnsgjörningi sumarsins. Iðkendur hittast fyrir framan Tvo heima í Suðurhlíð 35 og ganga saman að grónum grasfleti við hlið hússins. Þar verða kenndar mismunandi Qi – gong æfingar undir berum himni í öllum veðrum og við biðjum ykkur um að klæðast samkvæmt veðurfarinu. Einbeiting og öndun verður í hávegum höfð. (Munið eftir sumarvettlingum)

 

Suðurhlíðin er sólrík og lygn í botnlanganum svo veðrið mun varla trufla einbeitingu nokkurs manns.