Tveir heimar - Suðurhlíð 35

Námskeið í Qigong og kínverskum heilsufræðum

Námskeið í Qigong og kínverskum heilsufræðum.

Kínversk heilsufræði og Heilsu Qigong ( Medical Qigong)

Viltu fræðast um hvernig Heilsu Qigong tengist kínverskum lækningum?

Farið verður yfir kenninguna um Yin og Yang, frumöflin 5, orkuklukkan skoðuð og verkefni unnin til að dýpka skilning á 5000 ára gömlum hreyfingum.

Einnig verður skoðað hvernig og hvar ójafnvægi sýnir sig í líkamanum og hver mögulega sé orsökin samkvæmt kínverskum heilsufræðum.

Kenndar verða einfaldar Qigong æfingar á námskeiðinu sem eru slakandi, orkugefandi og heilandi fyrir hin ýmsu kerfi líkamans.

Þordis Filipsdóttir kennir námskeiðið

5 skipti

Hvenær: Mánudögum og miðvikudögum kl 18:15-20:15 og einn föstudag.

Kostnaður: 29.900kr

Innifalið á námskeiði: Glósubók og ýtarefni. Aðgangur í opna tíma í stundatöflu meðan á námskeiði stendur.