Tveir heimar - Suðurhlíð 35

Námskeið í Hormónajóga

5 vikna byrjendanámskeið fyrir konur

Á námskeiðinu lærir þú alla æfingaröð Dinah Rodrigues í hormónajóga fyrir konur og verður að námskeiðinu loknu sjálfbær með æfingarnar heima við.

Hormónajóga er himnasending til kvenna 35+ sem stríða við ójafnvægi á hormónastarfseminni, hvort sem er vegna tíðahvarfa (einnig snemmbúið breytingaskeið eða ótímabært) eða af öðrum orsökum. Regluleg ástundun  dregur úr eða kemur í veg fyrir fjölmörg einkenni breytingaskeiðsins s.s. hitakóf, skapsveiflur, pirring, höfuðverk, þurrk í leggöngum, minni kynhvöt….listinn er lengri en okkur grunar. Hormónajóga hefur einnig reynst vel til að koma jafnvægi á óreglulegar blæðingar, engar eða of miklar blæðingar, sársaukafullar blæðingar, vægt legslímuflakk, fjölblöðruheilkenni, fyrirtíðaspennu og húðvandamál svo eitthvað sé nefnt. Síðast en ekki síst hefur fjölmörgum konum tekist að verða barnshafandi með aðstoð hormónajóga.

Nànari upplýsingar og skràning: Yoganatura@simnet.is

verð: 18.000 kr