Tveir heimar - Suðurhlíð 35

Kjarnþjálfun-fyrir alla aldurhópa

       
Kjarnþjálfun er:

heildstæð þjálfun sem nýtir allt í senn, stoðir kínversku læknisfræðanna, hina kínversku heilsu heimspeki og hefðbundna líkamsþjálfun. Þessari þrennu er tvinnað saman um leið og unnið er með einstaklinginn.

 

Hvernig fer Kjarnþjálfun fram?  

Kjarnþjálfun er unnin maður á mann og tekur lágmark tvo mánuði. Í fyrsta tímanum er ákveðið hversu oft í viku þú mætir, gert er plan og tímabil er ákvarðað.

Verðið ræðst af því hversu oft í viku þú mætir.

 Nánari útskýring á Kjarnþjálfun:

Kjarnþjálfun er einstaklingsmiðuð. Ákveðið er hver áherslan verður fyrir hvern og einn, hvaða leið er valin og hvaða aðferðir eru notaðar til að vinna með markmiðið; að ná betri andlegri og líkamlegri líðan. Kjarnþjálfun er þjálfun hugsunar, tilfinninga og líkama. Hvert ætlunarverk, hver kvilli, hvert vandamál og hver hindrun er skoðuð með það í huga að færast nær markmiðinu. Kjarnþjálfun er ekki átaksleið, hún er annars konar leið að ætlunarverkinu. 

Í kínverskri heimspeki er agi, einbeiting og mýkt í hávegum höfð. Þegar unnið er með huga, líkama og sál eru ofangreindir þættir þjálfaðir saman svo að ætlunarverkið verði viðvarandi og að þér líði vel í eigin skinni. Kjarnþjálfun er því aðferð til allsherjar sjálfsþekkingar.

Dæmi um úrlausnarefni sem fólk hefur leitað til Kjarnþjálfunar með: 

Að breyta hugsunarmynstri og venjum til að ná stjórn á mataræði sínu í þeim tilgangi til að léttast.

Öndunaræfingar og Qi gong til að lækka of háan blóðþrýsting.

Nálastungur, Qi gong og mataræði til að draga úr áhrifum gigtar.

Hreyfing og æfingar fyrir hreyfihamlaða, sem vilja vinna með hreyfigetu sína og bæta blóðflæðið. 

Samtal og verkefni vegna kvíða og þunglyndis.

Teygjur, samtal og slökun vegna kulnunar í starfi.

Æfingar og samtal til að vinna sig frá áföllum.

Öndun og núvitundaræfingar til að ná tökum á stressi og hugsanamynstrum. 

Að ná stjórn og auka skilning á hugsunum og tilfinningum með austrænni aðkomu og leiðum. 

Tai chi til að vinna upp þrek eftir kulnun.

Teygjur og Qi gong til að vinna med vöðvabólgu og stirðleika.

Spennulosun og Qi gong til að vinna á svefntruflunum.

Mataræði, Qi gong æfingar og Nálastungur til að takast á við breytingaskeiðið.

Öndunaræfingar og Qi gong vegna öndunarfærasjúkdóma.

Qigong og tai chi til að ná betra jafnvægi eftir heilaskaða.

Teygjur, öndun og mataræði til að auka liðleika.

Um Kjarnþjálfarann :

Þjálfarinn heitir Þórdís Filipsdóttir. Hún vann sem menntaður einkaþjálfari í 12 ár en sneri sér þá að Kjarnþjálfun sem hún þróaði jafnt og þétt. Þórdís kynntist kínversku læknisfræðunum 2008 og hefur allt til dagsins í dag menntað sig í fræðunum hér á Íslandi, í Bandaríkjunum og í Kína. Árið 2015 stofnaði Þórdís miðstöð í Reykjavík sem heitir Tveir heimar.

Allar upplýsingar um Kjarnþjálfun veitir Þórdís í tölvupósti 2heimar@2heimar.is