Tveir heimar - Suðurhlíð 35

Tólf spora námskeið með Vigni.

14980823_1417744741860238_2166802329656885228_nTólf spor fyrir alla

Um hvað:  Námskeiðið fjallar um hvernig hægt er að nota 12 sporakerfi AA samtakanna sér til framdráttar í lífinu einn dag í einu.

Fyrir hverja: Námskeiðið er fyrir alla sem vilja breyta lífi sínu á jákvæðan og uppbyggjandi hátt með sjálfsskoðun

Hvers vegna:  Tólf sporakerfið hefur hjálpað milljónum manna til betra lífs og breytts hugafars og lífsstíls.

Hvenær: Verður auglýst síðar

Orkuskipti: Frjáls framlög

Hádegisverður: 2500kr ( Vinsamlegast láttu vita með skráningu ef þú vilt ekki hádegismat)

Skráning og nánari upplýsingar: 2heimar@2heimar.is og hjá leiðbeinanda: Vigni Daðasyni í síma : 897-7322

 

12 spora vinna fyrir alla

Tilgangur þessa opna námskeiðs er gefa fólki kost á að kynnast því hvernig hver og einn getur nýtt sér hin áhrifamiklu 12 spor AA samtakanna í lífi og starfi. Námskeiðið er opið án skilyrða um tiltekinn vanmátt eða fíkn. Leiðsögumaður verður Vignir Daðason sem hefur áratuga reynslu af gagnkvæmri þátttöku í 12 spora vinnu.

 

Öllum er gott að líta í eigin barm og bæta líðan sína með því að tileinka sér 12 sporin. Þau losa um kvíða, depurð, reiði, ótta við mikilvægar ákvarðanir og skapgerðarbresti svo nokkuð sé nefnt af óendanlega margs konar þekktum persónubundnum áhrifum.

Tilfinningalegt ójafnvægi kemur fram á marga vegu í lífi fólks. Það er mikils virði að ná betri tökum á því og þar með velferð sinni og sinna.

SPORIN 12

 1. spor. Viðurkennum vanmátt okkar og að okkur er um megn að stjórna eigin lífi. Vanmátturinn andspænis ójafnvægi ræddur og greindur.
 2. spor. Förum að trúa því að æðri máttur eða kraftur innra með okkur vilji okkur allt hið besta. Vanlíðan er greind og skoðuð leið til að takast á við hana.
 3. spor. Ákvörðun tekin um að fela líf okkar og vilja Guðs samkvæmt skilningi okkar á honum eða á trausti innra með okkur. Greint og rætt hvernig slíkur máttur birtist hverjum einstaklingi.
 4. spor. Rækileg og óttalaus siðferðileg reikningsskil í lífi okkar Gerum lista yfir tilefni gremju, hræðslu og annarra tilfinningalegra viðbragða.
 5. spor. Játum misgjörðir okkar almennt, gagnvart okkur sjálfum og öðrum manneskjum. Greinum nákvæmlega hvað í þeim fólst.
 6. spor. Erum þess albúin að fjarlægja alla skapgerðarbresti okkar. Förum yfir lista um skapgerðarbresti og mótvægi þeirra og sjáum hvað á við okkur hvert og eitt.
 7. spor. Biðjum þess að losna við brestina og mér verði gefið ný sýn á hlutina. Andleg æfing sem felur í sér viðurkenningu í hverju brestirnir eru fólgnir.
 8. spor. Skráum misgjörðir okkar og erum fús til að horfast í augu við þær. Nýtt efni úr 4. spori og unnið úr því með vilja til að bæta fyrir unninn skaða.
 9. spor. Bætum fyrir brot okkar og viðurkennum þau án þess að særa nokkurn
 10. spor. Iðkum stöðuga sjálfsskoðun. Höldum gátlista yfir daglegar athafnir og skoðum að kvöldi hvort okkur hefur borið af leið.
 11. spor. Leitumst við með hugleiðslu að styrkja okkur. Biðjum um það eitt að hafa meðvitund um daglegt líf. Við upphaf námskeiðs er kennd hugleiðsla og er hún stunduð allan tíma námskeiðsins, en hér eftir tvisvar á dag.
 12. spor. Sporin 12 hafa vakið okkur andlega. Við fylgjum þessum meginreglum í lífi og starfi.

 

Við höldum út í lífið eftir gagngera hugarfarsbreytingu með kærleikann í fyrirrúmi til að láta gott af okkur leiða og góðu verkin tala.