Tveir heimar - Suðurhlíð 35

Qi-gong hugleiðsla.

 

Björn Bjarnason leiðir hugleiðslu sem er reist á grunni qi gong. Læknisfræðilegar rannsóknir sýna að hvíld hugans í hugleiðslu hefur mun meiri áhrif en áður var talið. Aðferðir við hugleiðslu eru margar, markmiðið er þó ávallt hið sama: að skapa hugarró til að njóta betur alls þess sem gert er og gerist – að átta sig á að fortíðin er liðin og verður ekki breytt en framtíðin óráðin og verður ekki stjórnað. Hjá Birni er um að ræða tæplega 30 mínútna hugleiðslutíma án annarra umbúða en kröfunnar um kyrrð og einbeitingu. Björn er formaður Aflsins, félags qi gong iðkenda. Hann er einn höfunda bókarinnar Gunnarsæfingarnar þar sem kynnast má grunnþáttum qi gong.

Hvernig : Opnir tímar, þú getur byrjað hvenær sem er