Tveir heimar - Suðurhlíð 35

Heimspeki kaffihús

Heimspeki kaffihús / Hugarleikfimi      

 Alla sunnudaga kl 11:00-13:00         

Heimspekikaffihús Skúla Páls er skemmtileg hugarleikfimi. Eitt málefni er tekið fyrir hverju sinni og það grandskoðað með gestum. Viðfangsefni kaffihúsins varða okkur öll : hvað er afbrýðisemi, gerir reiði gagn, hvað er skynsemi, hvað er hugrekki eru dæmi um málefni sem hafa verið rædd.

Heimspekikaffihúsið er angi af alþjóðlegri hreyfingu sem gengur út á að iðka heimspeki utan veggja háskóla. Fyrirmyndin er Sókrates sem rökræddi við samborgara sína á torgum Aþenu um hvernig beri að lifa lífinu. Í heimspekikaffihúsinu mæta ekki sérfræðingar til að segja okkur frá því sem þeir hafa vit á. Við göngum út frá því að við erum sjálf sérfræðingar í okkar eigin lífi. Hugsun okkar er svo oft flækt í mótsagnir og týnd í þoku.

Heimspekikaffihúsið er aðferð til að finna sér leið. Allir geta verið með og það þarf ekki að koma með annað en meðfædda skynsemi.

Leiðbeinandi : Skúli Pálsson

Nánari upplýsingar: 2heimar@2heimar.is

Orkuskipti: Frjáls framlög/ Kaffisjóður