Tveir heimar - Suðurhlíð 35

Heilsubréf Harvard 2018

Heilsubréf Harvard-háskóla, desember 2018:

 Eldri borgarar: Tai chi besta vörnin gegn því að detta

Vilji menn komast hjá því að detta er best að stunda æfingar í því skyni. Hverjar skila bestum árangri? Lítil tilviljanakennd tilraun – gullinsnið við rannsóknir – leiddi til sigurs tai chi. Niðurstaða tilraunarinnar var birt 10. september 2018 af JAMA Internal Medicine. Researchers. Alls tóku 670 eldri borgarar (meðalaldur 78 ára) þátt í tilrauninni. Þeir höfðu að eigin sögn dottið eða glímdu við hreyfivanda. Var þeim skipt tilviljanakennt í þrjá hópa. Einn hópurinn stundaði aðeins tai chi, annar hópurinn gerði hefðbundnar teygjuæfingar og þriðji hópurinn gerði styrktar-, þol-, jafnvægis- og liðleikaæfingar.

Allir þátttakendur æfðu eins og fyrir þá var lagt tvisvar í viku, klukkstund í senn. Að loknum sex mánuðum höfðu þeir sem stunduðu tai chi dottið 58% sinnum sjaldnar en þeir sem gerðu teygjuæfingarnar og 31% sinni sjaldnar en þeir sem gerðu blönduðu æfingarnar.

Tai chi æfingarnar í tilrauninni voru sniðnar að þörfum eldri borgara sem var hætt við að detta. Fjölmargar sannanir eru hins vegar fyrir því að almennt sé tai chi til þess fallið að styrkja jafnvægið. Í æfingunum felast hægar, fljótandi hreyfingar og djúp öndun. Með því að færa líkamsþungann frá einum fæti til annars styrkist líkaminn allur, sveigjanleiki eykst, hreyfigeta og skynviðbrögð.