Tveir heimar - Suðurhlíð 35

Fragrance Qigong

Fragrance Qi-gong eru hreyfingar sem hafa áhrif á allan líkamann en þó aðallega á efri hluta hans, sérlega herðar, handleggi, olnboga og úlnliði.

Tíminn hentar öllum aldurshópum, byrjendum og lengra komnum þá ekki síst fólki sem vinnur mikið við tölvur og vill fyrirbyggja eða er að kljást við vandamál tengt efra baki eins og til dæmis vöðvabólgu og stífleika í herðum. Fragrance Qi-gong kemur líka þeim að gagni sem þjást vegna slitgigtar í fingrum, verkja í handleggjum, eða hafa tennisolnboga.

Þáttakendur sitja í kennslunni sem tekur 45 mín.

Kviðöndun og slökun í lok tímans.