Tai Chi/ Qi-gong
Filip Woolford kennir Tai-Chi og Qi-Gong.
Tai Chi og Qi-gong eru fornar kínverskar jafnvægisæfingar sem byggja á að efla eigin orku og innri styrk. Æfingarnar stuðla fyrst og fremst að því að ná ró og yfirvegun yfir eigin líkama í formi hægra hreyfinga og einbeitningu.
Filip leiðbeinir byrjendum á öllum allri, hann hefur sjálfur æft líkamslistina í 6 ár og farið á fjölda námskeiða hérlendis og ferðast til Kína til að dýpka og auka við þekkingu sína. Filip er myndlistarmaður og þjálfari að mennt og hefur stundað skíði í tugi ára samhliða veiði og fjallamennsku.