Taichi og hugleiðsla

Taichi og hugleiðsla

Taichi og hugleiðsla

Tai chi og Hugleiðsla með Þórdísi

Í tímanum sem er einn klukkutími verða kenndar einfaldar og áhrifaríkar Tai chi æfingar sem auka styrk vöðva og beina, bæta samhæfingu og koma á jafnvægi. í lok tímans mun Þórdís kenna hugleiðslu sem kallast á ensku Microcosmic orbit. Hugleiðslan er agaþjálfun í að stýra hugsun á ákveðin hátt innra með sér til að byggja upp orku, róa taugakerfið og til að fá líffærin til að vinna sín verk áreynslulaust.

Tíminn hentar vel byrjendum. Einnig hentar hann fyrir lengra komna sem vilja bæta grunnhreyfingar, áherslur og ásetning.