Tai-chi Yang Style

Tai-chi Yang Style

Tai chi með Þórdísi er tími sem kenndur er í klukkutíma í senn. Farið er í gegnum undirstöðuatriði Tai chi, líkamsbeitingu, öndun og einbeitingu. Tíminn samanstendur á léttri upphitun allra liða til að skapa gott orku og blóðflæði í líkamanum, Tai chi grunnstöðum sem aga og kenna líkamanum að beita sér rétt. Með reglulegri ástundun lærir iðkandinn Tai chi rútínu sem kallast Tai chi 8 og 24 yang style og kínverska hugleiðslu sem kallast Ma-Bu ( Ásetan) sem bætir blóð og orkuflæði í öllum líkamanum. Tíminn hentar öllum þeim sem vilja þjálfa samhæfingu, einbeitingu, öndun og styrk.