Qigong/Tai chi

Qigong/Tai chi

Qi-gong og Tai-chi æfingakerfin sem Filip kennir í tímanum heitir Átta silkimjúkar hreyfingar og Tai-chi 8 (Yang style). Bæði formin eru þau þekktustu í heiminum í dag og hafa verið iðkuð í Kína í nokkur þúsund ár. Nafnið Átta silkimjúkar hreyfingar lýsir vel innihaldi formsins, þ.e.a.s. átta stakar hreyfingar, mjúkar eins og silki sem umvefja líkamann og orku hans.

Filip veitir leiðsögn í Qi-Gong öndun sem er ein elsta og jafnframt árangursríkasta æfing  til að að ná einbeitingu og rósemd.

Með reglulegri ástundun lærir þú að samræma öndunina við mjúkar flæðandi hreyfingarnar, og þegar það gerist skapast jafnvægi í huga og líkama sem er fjársjóður í hröðu umhverfi nútímans.

Tíminn hentar fólki sem glímir við stoðkerfisvandamál af einhverju tagi, einnig hafa rannsóknir sýnt að Tai-chi auki jafnvægi, styrk og bæti fínhreyfingar.

Qi-gong og Tai-chi æfingar eru stundaðar af fólki á öllum allri til heilsubótar.

Hvernig: Opnir tímar, þú getur byrjað hvenær sem er.

Nánari upplýsingar hjá Filip í síma 895-7310