Tveir heimar - Suðurhlíð 35

Dáleiðsla, NLP, subliminal ráðgjöf

Dáleiðsla, NLP og Subliminal therapy

Einstaklingmiðuð meðferð 

Leiðbeinandi: Vignir Daðason

NLP :  Með því að læra NLP má nálgast undirmeðvitundina og virkja óbeislaða orku hugans. NLP losar um margt heftandi í lífi manns og auðveldar að skyggnast út fyrir rammann.

Dáleiðsla: Með dáleiðslu er kallað fram vitundarástand sem má nýta til að bæta almenna líðan og styrkja ákveðna þætti hjá hverjum og einum. Dáleiðsla nýtist til dæmis gegn svefnleysi, höfuðverk, kvíða og fælni. Þá styrkir dáleiðsla einbeitni við nám og iðkun íþrótta.

Subliminal therapy:  Með enska orðinu subliminal er vísað til áreitis sem eru of veik til að þekkjast, en kunna þó að segja til sín með nokkrum hætti. Í þessu tilliti má skoða undirmeðvitundina og ómeðvitaða starfsemi líkamans tengda henni svo sem öndun og meltingu, blóðstreymi og aðra líkamsstarfsemi. Hjartað slær og lungun dæla að fyrirmælum undirmeðvitundarinnar. Hún gerir okkur einnig fært að ganga, aka bíl eða fara á reiðhjóli. Á meðan við lærum getur þetta þvælst fyrir okkur en síðar verður þetta leikur einn, undirmeðvitundin hefur tileinkað sér þetta, allt verður eins og sjálfvirkt. Á tölvuöld má segja að við höfum forritað okkur til að leysa ákveðin verkefni áreynslulaust og án þess að brjóta heilann um þau. Við tölum þó einnig um „innri rödd“ okkar, það skipti máli að virkja þá innri vitund. Sublimal Therapy auðveldar okkur að nálgast innri vitundina og virkja hana til áhrifa á undirmeðvitundina.

Nánari upplýsingar og tímapantanir: 2heimar@2heimar.is eða í síma : 8977322