Byrjendanámskeið í Tai Chi

Byrjendanámskeið í Tai chi

Tai chi er sprottið af Qigong og sjálfsvarnalistinni Kung Fu.

Tai chi bætir samhæfingu, jafnvægi og eykur styrk og vellíðan.

Allir geta lært Tai chi !

6. skipti

Kennt verður fyrsta tímann á fimmtudegi kl 19:00.
og svo á þriðjudögum kl. 19:00 og laugardögum kl. 11:00

Farið verður í grunnskref og æfingarnar “Yang style, Tai chi 10”

Tai Chi Chuan er æfafornt æfingakerfi sem upphaflega var æft í hernaðarlegum tilgangi. Almenningur þekkti ekki til þess ,þar sem kunnáttunni var haldið leyndri. Síðar breyddist þekking manna á Tai Chi út og er nú hluti af kínverskri læknisfræði ásamt Qi Gong. Hvortveggja er nú viðurkennt sem áhrifamikil leið til heilsubótar.-

Í Tai Chi er lögð áhersla á slökun hugans.

Öndun, einbeiting og hreyfing eru þau atriði sem máli skipta.

Formið “Tai chi 10” samanstendur af röð hreyfinga sem gerðar eru hægt, með einbeitingu, öguðum líkamsburði og djúpri öndun.

Verð: 25.000 kr

Frjáls mæting í alla tíma í stundarskrá meðan á námskeiði stendur.

Skráning nauðsynleg 🌺 í síma: 8957310
Eða senda póst á 2heimar@2heimar.is

Takmarkað pláss

Kennari : Filip Woolford