Byrjandanámskeið í skapandi skrifum

img_0540-1Leiðbeinandi: Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur.

Fyrsti dagur.

Föstudagur.

Tími: 18-23 ( 20-30 mín pása)

Óttinn við framsetninguna, við að láta eitthvað frá sér fara, við að skrifa það sem maður hugsar, langar að segja, langar að deila, gefa.
Hver er mesti óttinn?
Hvaðan er hann sprottinn?
Hvernig losnar maður við hann.

Hvers vegna ertu komin/nn hingað á þetta námskeið?

Textar:
Æfingar. Ég man. Bernskan.
Æfingar. Einu sinni var. Fortíðin og ævintýrið.
Æfingar. Þegar ég…

Flutningur texta.

Annar dagur.

Laugardagur.

Tími: 10-18. ( klukkutíma hádegishlé)

Myndmál texta – viðlíkingar – persónugervingar – myndhverfingar – beinar myndir – og fleira sem varðar lýsandi og ljóðrænan texta.

Æfingar í myndmáli.

Flutningur texta.

Þriðji dagur.

Sunnudagur.

Tími: 10-18. (klukkutíma hádegishlé)

Uppbygging sögu og sögumaður, sjónarhorn sögumanns. Sá sem allt veit, sá sem ekkert veit nema það sem hann sér og heyrir. Tvær eða fleiri aðalpersónur segja söguna. Einn segir söguna. Ég segi söguna. Hvernig skiljum við sögur? Hversu margt og mikið eigum við sjálf í frásögninni.

Sögumaður og höfundur verks.
Hver er munurinn?
Skáldsaga.
Smásaga.
Ævisaga.

Æfingar – textaskrif:

Flutningur texta.

ATH: Á námskeiðinu verða hvorki tölvur né símar.

Hver og einn þátttakandi fær bók sem hann skrifar í öll sín verkefni með penna – sem fylgir líka.

Gjald fyrir námskeiðið er 58.500 krónur.
Leiðbeinandi áskilur sér rétt til breytinga.

Upplýsingar og pantanir á námskeiðið  í tölvupósti : 2heimar@2heimar.is

Dagsetning verður auglýst síðar