Tveir heimar - Suðurhlíð 35

Breyttur lífsstíll – Bættar venjur

21 dags námskeið með Þórdísi Filipsdóttur kjarnþjálfara og Qi Gong kennara og Margréti Leifsdóttur arkitekt og heilsumarkþjálfa IIN.

Viltu öðlast meiri og jafnari orku?
Losa þig við sykurþörf?
Búa til nýjar og hollar venjur?
Viltu stunda styrkjandi æfingar?
Viltu læra að búa til ljúffenga og holla sumardrykki?
Komdu með okkur í 21 dags áskorun. Við borðum hreint fæði á virkum dögum og frjálst um helgar. Hreint fæði er = Allt grænmeti, ávextir, fiskur, egg, glúteinlaust heilkorn, hnetur, fræ og sjávargrænmeti. Námskeiðið er ný útfærsla af námskeiðinu “10 daga hreint mataræði” þar sem við höfum inni fisk og egg og höfum frjálst mataræði um helgar.
Tvisvar í viku eru æfingar sem henta öllum, eins og Qi gong, göngur, mjúkar teygjur, styrktaræfingar og hugleiðsla. Við verðum úti ef veður er gott, í Öskjuhlíð og Nauthólsvík sem er í næsta nágrenni við Tveggja Heima.
Innifalið er;
Bæklingur um hreint mataræði með fróðleik og uppskriftum
Tillaga að matseðli
Upphafsfundur
Lokafundur
Námskeið í hollum sumarþeytingum ásamt uppskriftum
Aðgangur að Þórdísi og Margréti í síma og á tölvupósti
 Verð: 38.000.-
Skráning á 2heimar@2heimar.is
Tveir Heimar, Suðurhlíð 35, sími 822-2990
Dagsetning: Verður auglýst síðar