Tveir heimar - Suðurhlíð 35

Boris Fouque

Boris Fouque

Boris Fouque kennir Qi-gong og Tai-chi. Boris leiðbeinir byrjendum á öllum allri, hann hefur þjálfað Kung Fu í fjölda ára og hefur menntað sig í Kína og Bandaríkjunum í Qi-gong og Tai chi. Boris er franskur að uppruna og kemur frá Nordmandí í Frakklandi.

Frá Boris:

Ég hef stundað kínverska hugleiðslu og æft bardagalistir í mörg ár og hefur sú ástundun gefið mér aga og hugarró. Ég er einnig menntaður bakari, sérhæfi mig í súkkulaði og vinn í Sandholt bakarí ásamt því að kenna í Tveimur heimum.

Tai chi og Qigong er dagleg rútína í mínu lífi sem færir mér kyrrð og styrk til að takast á við það sem lífið færir mér.