Tveir heimar - Suðurhlíð 35

Ásgeir Brynjar Torfason

Ásgeir Brynjar Torfason er fyrrverandi háskólakennari. Hann er og hefur lengi verið ástríðufullur fjallahlaupari sem stundað hefur Qi-Gong reglulega frá upphafi
árs 2017, eða í rúmlega tvö og hálft ár. Á þeim tíma hefur Ásgeir farið tvær
námsferðir til Kína þar sem hann hefur stundað nám í Tai Chi við Kung-Fu akademíuna..

Ásgeir Brynjar bjó lengi í Skandinavíu og fyrir fimmtán árum hóf hann hlaupaferil sinn í skógum Norðurlanda; fyrst hljóp hann að mestu sér til heilsubótar eftir vinnu, en fljótlega lokkaði hann fjölmennasta almennings hálfmaraþon (21km) heimsins í Gautaborg – og nú hefur hann hlaupið hálfmaraþonið tíu sinnum, auk þess sem hann hefur hlaupið heilt maraþon í Gautaborg, Osló og Reykjavík – og þess má geta að hann er alltaf með síðustu hlaupurunnum í mark.

Það má líka nefna að Ásgeir hefur hlaupið 90 km Vasaloppsleiðina frá Sälen til Mora í Svíþjóð og hann hefur tekið þátt í 200 km sex daga fjallahlaupi í konungsríkinu Bútan í Himanlajafjöllum.
Árið 2014 flutti Ásgeir Brynjar aftur til Íslands og þegar heim kom tóku fjallahlaupin
yfir öll önnur hlaup hans. Síðan hann kom til Íslands hefur hann líka forðast það sem heitan eld að hlaupa á malbiki.

Í fjallahlaupakeppnum hefur Ásgeir hlaupið Laugaveginn, frá Landmannalaugum í Þórsmörk, þrisvar sinnum og sömu sögu er að segja um Jökulsárhlaupið, frá Dettifossi
í Ásbyrgi, en auk þessara hlaupa hefur hann hlaupið margar aðrar fallegar hlaupaleiðir um landið og það er ekki að sökum að spyrja; Ásgeir Brynjar er iðulega meðal síðustu hlaupara í markið, en hann nýtur ferðalagsins í botn enda er það takmarkið og víst er að Qi –gong nýtist vel hlaupum sem miðast fyrst og síðast við hreyfinguna og þess að njóta fegurðar náttúrunnar í hverju skrefi með vel viðbúnum vöðvum án spennu – Ásgeir Brynjar hefur alla tækni á hreinu og einmitt þess vegna ákváðu Tveir Heimar að bjóða upp á Qi – gong jafvegishlaupið í fyrsta skipti undir hans leiðsögn.

Stundum er haft á orði að hitt og þetta sé mönnum í blóð borið. Í tilviki Ásgeirs Brynjars kann svo meira en vel að vera því að um miðjan níunda áratuginn stóð móðir hans, Margrét Jónsdóttir, að stofnun Trimmklúbbs Seltjarnarness; en sá klúbbur er talinn elsti hlaupahópur Íslands og var hann og er afar farsæll, hann hefur haldið úti hlaupum og hleypur bæði lengi og langt og á síðasta ári hljóp hann m.a. hið vinsæla Neshlaup í þrítugasta og annað skiptið.