Tveir heimar - Suðurhlíð 35

Akademían

ShengJing Shan Kung Fu Akademían í Kína

Ef þú ert að leita að Shaolin kung fu skóla í Kína, þar sem boðið er upp á fræðslu um kínverska menningu og kenndar eru hefðbundnar kínverskar bardagalistir eins og Tai-chi, Qi-gong og Kung Fu, þá er ShengJing Shan Kung Fu Akademían rétti staðurinn fyrir þig.

Akademían er langt inni í fjöllum skammt frá Weihai-borg í Shandong-héraði í norður Kína. Þar sérhæfa kennarar sig í að kenna útlendingum hefðbundið kínverskt Kung Fu. Akademían leggur áherslu á Shaolin kung fu, Bagua Zhang, Mantis-hnefa, Tai Chi, Qi Gong og Sanda (Sanshou). Í Kung Fu Akademíunni er því einstakt tækifæri til að læra bardagalistir í Kína og víkka sjóndeildarhringinn; en þjálfun í bardagalistum styrkir ekki aðeins líkamann heldur eflir bæði hug og hjarta.

Allt þetta er unnt að læra sér til gagns í ólýsanlega fögru umhverfi þar sem álag daglegs lífs verður að engu í kyrrð fjallanna, en Akademían stendur á ShenJing fjalli, fæðingarsetri Taoismans, skamma vegu frá friðælu Taóistaklaustri sem kennt er við Blóm austursins.

Til að afla frekari upplýsinga um ShengJing Shan Kung Fu Akademíuna er auðvelt að fræðast hér eða hafa samband við okkur í Tveimur heimum, en við bjóðum upp á reglulegar námsferðir í Akademíuna.

Sjá vefsíðu skólans: www.traditionalshaolins.com

Frekari upplýsingar og pantanir