Tveir heimar - Suðurhlíð 35
Blog
Nov 04

Að rækta huga og líkama

Þórdís Filipsdóttir er menntaður Qi Gong kennari og þerapisti frá Qi Gong Institute of Rochester í New York 2010 með sérhæfingu í almennri kínverskri læknisfræði, næringafræði og jafnvægisæfingum.  Þórdís hefur starfað sem einka- og kjarnþjálfi í 12 ár og stofnaði nýverið miðstöðina Tveir heimar sem er til húsa í Suðurhlíð 35, miðsvæðis í Reykjavík. Kvennablaðið spjallaði við Þórdísi í tilefni af opnunmiðstöðvarinnar en þar kennir ýmissa grasa í stundaskrá, m.a kennir fyrrverandi ráðherra þar fasta tíma og einnig er boðið upp á hugarleikfimi.

Hvenær kviknaði áhugi þinn á óhefðbundum lækningum?

Áhuginn kviknaði í náminu í Bandaríkjunum. Ég fékk grunnmenntun í kínverskri læknisfræði þar og hef ekki getað hætt að hugsa um þessi fræði síðan. Ég er eins og tölvunördarnir, ég er með orku, tilfinningar og hugsanir á heilanum og grúska í þessu eins og vísindamaður með smásjá alla daga.

Þórdís er dóttir skáldkonunnar Vigdísar Grímsdóttur og við vildum vita hvernig hefði verið að alast upp sem dóttir skáldkonunnar?

Að vera dóttir mömmu var og er fjölbreytilegt og djúpt. Svo fjölbreytilegt að fyrir hádegi máluðum við skápana í eldhúsinu en eftir hádegi fórum við í bíltúr og öskruðum saman á sjóinn. Það var djúpt að því leyti að hún kenndi mér um mikilvægi frelsisins og hvað ástin og einlægnin séu manninum mikils virði. Mamma er töffari, hún gaf mér bein í nefið sem hefur bjargað mér oft á tíðum. Svona nefbein hjálpar mér að halda áfram þó á móti blási og að yfirstíga ótrúlegar hindranir, þó átökin kosti svita, grát og hlátur.

Á undanförnum 12 árum hefur Þórdís hjálpað fjölmörgu fólki á öllum aldri með margvíslega líkamlega og andlega kvilla til að ná betri heilsu með einstaklingsmeðferð sem samhæfir líkamsþjálfun, samtal og kínverska læknisfræði og því langaði okkur að vita hvernig einstaklingsmeðferð fer fram?

Ég ber ótakmarkaða virðingu fyrir Þórdísi sem manneskju með náðargáfu og framurskarandi fagmanni eftir að hafa grísað á að fara til hennar vitandi ekkert. Kjarnþjálfunin hennar er það magnaðasta sem ég fyrverandi KR fyrirliðinn hef kynnst og Tveir heimar er athyglisverðasta heilsumiðstöðin í bænum núna. Engin spurning.Kristrún Heimisdóttir

Í kjarnþjálfuninni sjálfri veiti ég að hluta hefðbundna einkaþjálfun, nema líkamlegu æfingarnar eru gerðar með líkamsþyngdinni einni og stundum lóðum. Ég veiti ráðgjöf og fjölþættan stuðning eftir þörfum einstaklingsins og nota til þess samræðu, innsæi og þekkingu. Það er unnið bæði utandyra og inni eftir því hvað hentar viðkomandi.

Hvert er markmið miðstöðvarinnar Tveir heimar

theimar-logo2017Tveir heimar tengja saman ólíka heima til að bæta heilsu og líðan. Það andlega, líkamlega, umhverfislega og félagslega er oft sett fram sem ólíkt, en ég vinn að því að tengja þetta í eitt heildstætt kerfi sem unnið er eftir í Tveimur heimum. Við bjóðum uppá heimspekikaffi og hugleiðslu fyrir huga og sál, Tai-Chi og Qi-Gong fyrir taugakerfið og jafnvægið, dans til að sleppa tökunum, möntrukvöld til að stýra tilfinningum, Yoga til að teygja og styrkja og Kjarnþjálfun til að losa um hindranir og styrkja.

Þú ert kjarnþjálfari. Hvað er eiginlega kjarnþjálfun?

Með kjarnþjálfun er unnið að markmiðum sem tengjast heilsu í víðum skilningi. Nálgunin er mismunandi eftir getu og takmarki. Þessi einstaklingsbundna og fjölþætta nálgun hefur hjálpað fólki með yfirvigt, astmasjúklingum, afreksfólki í íþróttum, fólki með vefjagigt, alkóhólistum, átröskunarsjúklingum, fólk með kvíða og þunglyndi, liða og hné-vandamál, svo lengi mætti telja. Ég bý til plan þar sem ég fylgi mínum skjólstæðingi eftir og hjálpa honum að yfirstíga hindranir og ná árangri.

Það vekur athygli að einn af kennurum þeim sem hjá þér starfa er Björn Bjarnason sem kennir hugleiðslu, hvernig kom það til?

Við Björn kynntumst í gegnum Qi-gong æfingarnar hjá félaginu Afli. Björn hefur mikinn áhuga á jafnvægi og kínversku fræðunum. Hann hefur iðkað hugleiðslu og kennt Qi-gong til fjölda ára, haldið fyrirlestra og skrifað bók um efnið sem heitir Gunnarsæfingarnar. Björn heillaðist af þeirri hugmynd að tengja ólíka heima saman og byrjar að leiða hugleiðslu 1. október næstkomandi í Tveimur heimum.

10485412_10204057734180693_2933005619700900999_nFjölbreytt dagskrá er í miðstöðinni Tveir Heimar og okkur lék forvitni á að vita hvað hugarleikfimin sem er á sunnudögum inniber?

Heimspekikaffihús Skúla Páls sér um hugarleikfimina á sunnudögum kl 11:00. Þetta er hugarleikfiimi er fyrir alla, á öllum aldri. Rökræður í heimspekikaffihúsinu gera fólki kleift að fá víðari skilningi á málefnum í daglegu lífi. Önnur sjónarhorn fá áheyrn og allir læra eitthvað nýtt. Í heimspekikaffihúsinu er tekið eitt málefni fyrir á hverjum sunnudegi. T.d . voru rökræður seinasta sunnudag um hvort það væri nauðsynlegt að elska sjálfan sig, kynslóðabilið var breitt hjá þeim sem mættu og allir sem komu fengu nýja og víðari sýn á sjálfsástina.

Hvað er Ecstatic dance?

Ecstatic dans er frjáls danstími fyrir bæði kynin. Engin spor eða hægri/vinstri reglur. Iðkandinn sleppir sér lausum og hlustar á sinn eigin líkama. Tilgangur Ecstatic dans er að leyfa líkamanum að hreyfa sig eins og hann vill og sleppa sér í takt við tónlistina. Heba er góður kennari sem leiðir fólk inní líkamlegt og andlegt ferðalag. Í tímanum stígur þú skref útfyrir þægindarammann, svitnar, hlærð og skemmtir þér og í lokin er slökun sem hún leiðir eftir dansinn. Það eina sem þú þarft að taka meðferðis er vatnsbrúsi og handklæði.

Þú hefur unnið með átröskunarsjúklingum með góðum árangri, hvernig fer sú vinna fram?

Vinna með átröskunarsjúklingum er einstaklingsbundin. Það er mismunandi hvar fólk er statt og mismunandi ástæður fyrir veikindunum. Ég vinn með þeim í gegnum samræðu, æfingar og öndun. Ég hef sjálf reynslu af átröskun svo ég skil hugsanagang þeirra sem hafa hana og er fljót að átta mig á hvað er í gangi. Oft vinn ég með öðrum fagaðilum, því betur sjá augu en auga. Ég fer leiðir í þessu ferli sem byggja upp heiðarleika og vilja einstaklings til að ná bata.

Af hverju Tveir heimar? Eigum við ekki fullt í fangi með þennan sem við búum í?

Tveir heimar er skírskotun í ólíka hluti sem mætast, að virða tilverurétt hvers annars og njóta fjölbreytileikans undir einu þaki. Ef ég tek dæmi þá er þakið manneskjan sjálf og ólíkir hlutir eru hugsanir og allur líkami manneskjunnar. Með þessari miðstöð og aðferðarfræði er ég að vinna að því að ólík sjónarmið tengd heilsu mætist og fá að njóta sín.

Og þar með kveðjum við Þórdísi og óskum henni velfarnaðar með nýju miðstöðina. Ljúkum þessu hér á umsögn viðskiptavinar.

Þjálfun hjá Þórdísi hjálpaði mér mikið með stirðleikann minn, þekking hennar er einstök og nálgun hennar er dýpri en ég er almennt vanur. Ég mæli með Þórdísi. Tryggvi Björn DavíðssonTryggvi Björn Davíðsson