Tveir heimar - Suðurhlíð 35

ACCESS BARS NÁMSKEIÐ

 

Access Bars® er orkumeðferð sem slakar á huga og líkama og lyftir meðvitund á hærra plan.

Bars eru 32 punktar á höfðinu.  Hver punktur gegnir sérstöku hlutverki. Sem dæmi má nefna eru punktar fyrir gleði, depurð, heilun, sköpun og vitund. Með því að vinna með þessa punkta er hægt að vinna á gömlum hugsanamynstrum og hindrunum sem leyfa þér ekki að njóta þess sem lífið hefur uppá að bjóða.

Meðferðin gefur færi á að umbreyta hugsunum og upplifunum sem hafa neikvæð áhrif á líf þitt. Meðferðin miðar að því að veita ró og aukið rými fyrir það sem þú vilt í lífinu. Meðferðinni má líkja við loftnet sem stungið er í samband og gefur skýra mynd á nýja möguleika.

 

 

Helsti ávinningur meðferðarinnar er:

  • Betri svefn, losun á stressi, kvíða og þunglyndi
  • Verkjastillandi (hefur reynst vel gegn mígreni)
  • Jákvæðari hugsanir/ meiri gleði
  • Betri sambönd og breytingar í samböndum
  • Skýrari hugsun, innri friður
  • Aukið rými fyrir sköpun og meiri orka
  • Minnkar fæðingarþunglyndi
  • Eykur núvitund og hjálpar við að tengjast sjálfum sér
  • Gott gegn prófkvíða (líka fyrir börn)
  • Dregur úr einkennum ADHD, ADD, OCD

Þessa einföldu og kraftmiklu tækni má læra á einum degi.

Á námskeiðinu færðu handbók með öllum upplýsingum og kort yfir punktana (á ensku)

Námskeiðshaldari er Jósa Goodlife er búsett í New York, þar sem hún starfar sem heilari, yoga kennari og Access Bars leiðbeinandi. Í gegnum árin hefur hún einnig unnið með listir og hönnun. Sjá má meira um hana á heimasíðunni: www.goodlifecreation.com

Frekari upplýsingar um Access Bars® og Access Consciousness®, sem Access bars er hluti af má finna hér:

http://www.accessconsciousness.com/bars/

Myndband sem sýnir hvernig Access Bars®  hefur gert kraftaverk á líðan fólks : https://www.accessbeyondwords.com/

Hvenær: Verður auglýst síðar

Klukkan:

Orkuskipti: 30.000 kr

Skráning og nánari upplýsingar í gegnum tölvupóst til :

josagoodlife@gmail.com