Tveir heimar - Suðurhlíð 35

Átta silkimjúkar hreyfingar og Tai-chi

Qi-gong og Tai-chi með Filip!

 

Átta silkimjúkar hreyfingar og Tai Chi

Qi – gong æfingarnar sem kenndar eru í tímanum kallast Ba Duan Jin eða Átta silkimjúkar hreyfingar. Átta silkimjúkar eru kenndar fyrst en að þeim loknum taka við Tai Chi æfingarnar. Hreyfingarnar eru þær þekktustu í heiminum í dag og hafa verið iðkaðar í Kína í þúsundir ára. Nafnið á Qi –gong forminu lýsir vel innihaldinu; þetta eru átta stakar hreyfingar, mjúkar eins og silki, sem umvefja líkamann og orku hans.

Geta má þess að æfingarnar bæta fínhreyfingar, auka samhæfingu heilahvelanna o
g jafnvægisstilla líkamann. Öndun, agaður líkamsburður og einbeitt hugsun eru aðalsmerki heyfinganna sem stuðla tvímælalaust að bættri andlegri líðan. Öndunin er lykilatriði hinna mjúku, aflíðandi hreyfinga; allt krefst þetta samt samstillingar hvað við annað og andartakið. Við notum ekki vöðvaafl þegar við gerum æfingarnar heldur erum knúin áfram af innri styrk og orku.

Í lok tímans hvílir fólk sig í anda hugleiðslunnar og kyrrir orkuna í átt að þeirri ró sem
nauðsynleg er hverjum manni.

Tímininn hentar öllum þeim sem vilja liðka sig og styrkja hvort sem um er að ræða byrjendur eða lengra komna. Byrjendur á öllum aldri og í alls konar líkamsástandi eru sérstaklega hvattir til að koma og kynnast þessum mjúklátu og þýðingarmiklu hreyfingum, en samkvæmt rannsóknum hægja Átta silkimjúkar hreyfingarnar og Tai Chi á öldrun líkamans auk þess sem æfingarnar smyrja hjól minnisins og efla hugarorkuna.

Kennari:
Filip Woolford

 

Tímarnir henta fólki sem glímir við stoðkerfisvandamál, einnig hafa rannsóknir sýnt að Tai-chi auki jafnvægi, styrk og bæti fínhreyfingar.

Filip veitir leiðsögn í Qi-Gong öndun sem er ein elsta og jafnframt árangursríkasta æfing  til að að ná einbeitingu og rósemd.

Með reglulegri ástundun lærir þú að samræma öndunina við mjúkar flæðandi hreyfingarnar, og þegar það gerist skapast jafnvægi í huga og líkama sem er fjársjóður í hröðu umhverfi nútímans.

Qi-gong og Tai-chi æfingar eru stundaðar af fólki á öllum allri til heilsubótar.

Hvernig: Opnir tímar, þú getur byrjað hvenær sem er.