Tveir heimar - Suðurhlíð 35

8 heillaráð til iðkenda

Átta heillaráð til iðkenda Qigong/Tai Chi

 

 Öndun – Kviðöndun er lykilatriði við ástundun Qi-gong og Tai-chi. Gott er að gefa sér tíma til að þjálfa kviðöndun eina og sér daglega samhliða Qi-gong og Tai-chi ástundun. Nokkrar mínútur á dag gera gæfu muninn. Ein leið er að anda inn um nefið með tunguna í efri góm niður í “nára” og anda út um munninn.

Öndun á stóran þátt í þeirri slökun og jafnvægi sem ástundun gefur af sér.

Reisn og stöðugleiki – Líkaminn er slakur, opinn og reistur. Hné eru ekki læst heldur spennulaus, axlir eru slakar og úlnliðir. Líkaminn er teinréttur og flæðandi. Ekki ólíkt stoltri strengjabrúðu.

Líkamsbeiting – Sé neðri hluti líkamans í kyrrstöðu hvílir þunginn um 70% á hælum og 30% á tábergi. Við hreyfingu neðri hluta líkamans í Qi-gong eða Tai-chi skal þunginn meðvitað færður milli hægri og vinstri helmings líkamans eða meðvitað frá hæl fram á táberg.

Hné – Í hnébeygjum skal beygja beint fram að tám. Endurteknar rangar æfingar geta valdið meiðslum.

Agaður líkamsburður hægt á jöfnun hraða – Qi-gong og Tai-chi æfingarnar sem við kennum í Tveim heimum eru oftast gerðar hægt á jöfnum hraða. Jafn hraði upp, niður, til hliðar og fram og aftur. Við þetta skapast flæði í hreyfingum samhliða einbeitingu.

Rythmi í hreyfngum er ekki álitið vera flæði heldur meðvituð öndun og líkamsbeiting.

Einbeiting – Qi-gong og Tai-chi hafa áhrif á orkukerfi líkamans en ástundun róar hugann, skapar einbeitingu um leið og stöðugt orkustreymi er jafnvægisstillandi fyrir taugakerfi og líffæri. Vöðvar nýtast við hreyfingar en mestu áhrifanna gætir innar á fínni líkamsvefi. Sinar, blóð, liðamót, taugakerfi o.s.frv.