Ég lenti í því óhappi í haustið 2016 að vinna yfir mig og upplifa svokallaða Kulnun eða burn out. Þá leitaði ég til Þórdísar og fór til hennar í Kjarnþjálfun. Ég hef prófað alls konar heilsurækt bæði fyrir líkama og sál, líkamsræktarstöðvar og alls kyns námskeið, sálfræðinga og 12 spora samtök en í engu hef ég náð jafn góðum framförum á jafn skömmum tíma og í kjarnþjálfuninni. Þórdís er snillingur í því að spyrja mig spurninga sem ég vissi ekki að ég þyrfti að spyrja mig, hjálpa mér út úr gömlum áföllum, gefa mér raunveruleg verkfæri til að takast á við hversdaginn, leiða mig í gengum alls konar líkamsæfingar sem hafa tengt mig betur við líkama minn og gert mig sáttari í eigin skinni. Ég mæli af öllu hjarta með þessari leið fyrir alla þá sem hafa áhuga á því að styrkja sig, líkamlega og andlega. Gæti ekki mælt meira með neinu.
Sigríður Zophoníasardóttir
Ég náði frábærum árangri í Kjarnþjálfun hjá Þórdísi Filipsdóttur. Hún hjálpar manni að rækta bæði líkama og sál. Aðferðir hennar eru langt frá því að vera hefðbundnar og koma skemmtilega á óvart.
Sigurður Helgason