Tveir heimar - Suðurhlíð 35

Tveir heimar

Tveir heimar er miðstöð heildrænnar hreyfingar og heilsu. Heimilið okkar er í Suðurhlíð 35 á einstaklega friðsælum, grónum og sólríkum stað.

Fossvogsdalur á eina hlið og Fossvogurinn aðra – og bragur miðstöðvarinnar er heimilislegur, vinalegur og hressandi.

Markmið okkar er að næra og efla hug og líkama. Hjá okkur er hugtakið hreyfing víðtækt og undir það falla til dæmis: Kjarnþjálfun/Nucleus Kinetics, Qi gong, Tai qi, heimspekileg hugarleikfimi, qi gong hugleiðsla, fræðsla og kennsla.

Kynningarefni

Björn um Qigonghugleiðslu

Heyrið hvað Björn hefur að segja um 30 ára reynslu sína af hugleiðslu og tímana kl. 7:30 á þriðjudögum og fimmtudögum í Tveimur heimum.

Posted by Tveir heimar on Miðvikudagur, 15. nóvember 2017
Fagnandi móttökur í Qigong

Qi-Gong / Tai-Chi gælir við líffærin segir Filip Woolford. Harvard University segir að Qigong sé ein hollasta hreyfing sem hægt sé að stunda. Filip fór til Kína og lærði af meisturum. Leiðbeinandi sem tekur fagnandi á móti öllum.

Posted by Tveir heimar on Laugardagur, 4. febrúar 2017
Qigong og Tai Chi æfingar á Klambratúni

Margir mættu til Qigong og Tai Chi æfinga á Klambratúni í morgun enda vart hægt að biðja um betra veður. Vonandi verður framhald á þessum viðburði en það var hverfisráð Hlíða sem fengu Tvo heima miðstöð Qigong og TaiChi á Íslandi til að halda tvær opnar æfingar og sú síðari var í dag.

Posted by Reykjavíkurborg on Miðvikudagur, 2. ágúst 2017

Meistari Chau og Meistari Þórdís hafa æft saman í Kína undanfarinn mánuð - TaiChi

Posted by Tveir heimar on Mánudagur, 11. desember 2017

 KJARNÞJÁLFUN   核 子动 力 学   NUCLEUS KINETICS

Ég lenti í því óhappi í haustið 2016 að vinna yfir mig og upplifa svokallaða Kulnun eða burn out. Þá leitaði ég til Þórdísar og fór til hennar í Kjarnþjálfun. Ég hef prófað alls konar heilsurækt bæði fyrir líkama og sál, líkamsræktarstöðvar og alls kyns námskeið, sálfræðinga og 12 spora samtök en í engu hef ég náð jafn góðum framförum á jafn skömmum tíma og í kjarnþjálfuninni. Þórdís er snillingur í því að spyrja mig spurninga sem ég vissi ekki að ég þyrfti að spyrja mig, hjálpa mér út úr gömlum áföllum, gefa mér raunveruleg verkfæri til að takast á við hversdaginn, leiða mig í gengum alls konar líkamsæfingar sem hafa tengt mig betur við líkama minn og gert mig sáttari í eigin skinni. Ég mæli af öllu hjarta með þessari leið fyrir alla þá sem hafa áhuga á því að styrkja sig, líkamlega og andlega. Gæti ekki mælt meira með neinu.
Sigríður Zophoníasardóttir
Ég náði frábærum árangri í Kjarnþjálfun hjá Þórdísi Filipsdóttur. Hún hjálpar manni að rækta bæði líkama og sál. Aðferðir hennar eru langt frá því að vera hefðbundnar og koma skemmtilega á óvart.
Sigurður Helgason
Ég leitaði til Þórdísar vegna langvarandi kvíða. Hún fékk mig til að nálgast kvíðann á allt annan hátt en ég hafði gert áður, sem varð til þess að mér líður miklu betur. Með heimaverkefnum, spjalli og æfingum hefur mér tekist að sætta mig við kvíðann með þeim afleiðingum að hann er ekki lengur allsráðandi. Ég get heilshugar mælt með hennar aðferðum í Kjarnþjálfun.
Sigríður
Kjarnþjálfun hjá Þórdísi er virkilega árangursrík naflaskoðun sem allir hefðu gott af. Ég ákvað að hitta Þórdísi eftir að móðir mín greindist með krabbamein og ég vissi hvorki hvað sneri upp né niður. Áður en ég vissi af var ég orðin töluvert jarðtengdari, öruggari í eigin skinni og sátt við mitt og mína. Mín Kjarnþjálfun fór einna helst fram í viðtalstímum en einnig tveimur nálastungumeðferðum. Þær fór ég í til að vinna á miklu orkuleysi sem ég get með sanni sagt að heyri sögunni til en framtakssemi og afkastageta hefur aukist til muna. Mér hefur aldrei liðið betur. Takk fyrir mig.
Hólmfríður
Var að lyfta og brenna hnitmiðað eftir æfingaprógrammi sem ég hafði notað í nokkur ár. Það skilaði sér fyrir mig líkamlega en ég upplifði ekki lengur neina andlega ánægju á því að koma í ræktina eða sjálfsöryggi af að vera gera rétt. Ákvað að prófa mánuð hjá Þórdísi. Fyrsti tíminn byrjaði á ítarlegu viðtali með hundrað spurningum um mig. Þá vissi ég að væri að gera rétt. Það tók Þórdísi 3 vikur að koma mér á þann stað sem ég hélt ég gæti aldrei komist á. Styrktaræfingar skiluðu miklu meiri árangri en áður en mig óraði aldrei fyrir að árangurinn sem ég næði með henni myndi teygja sig inn á vinnusvið mitt, draumaplön og auka sjálfstraustið á þann hátt sem ég var búinn að reyna svo lengi. Mæli með henni fyrir hvern sem þorir að fara lengra.
Adam Óttarsson

Tveir heimar eru í Suðurhlíð – finndu okkur á kortinu