Gunnarsæfingarnar

Viðar H. Eiríksson leiðir- og kennir Qi gong æfingar sem heita Gunnarsæfingarnar.

Á mánudögum  kl 16:15

Gunnarsæfingarnar er æfingakerfi sem Gunnar Eyjólfsson leikari og Qi-gong meistari fléttaði saman eftir að hafa stundað hreyfilistina árum saman. Gunnarsæfingarnar er sannkallað ferðalag inn í sjálfið, þar sem hindranir eru fjarlægðar, lífsorkan meðhöndluð og viljinn æfður á mjög skapandi og áhrifaríkan hátt. 

Öguð öndun, agaður líkamsburður og einbeiting eru þau þrjú grunnatriði sem qigong byggir á og þegar iðkandi hefur náð tökum á þeim verður hann áþreifanlega var við aukna vellíðan, orku og einbeitingu.

Æfingarnar henta öllum þeim sem stefna að því að láta efni og anda ná saman í sátt. Markmið æfingana er ró í huga og líkama, og skýr vitund.

Hvenær: Mánudögum og miðvikudögum kl 16:15-17:00          

Hvernig: Opnir tímar, þú getur byrjað hvenær sem er.

Árið 2013 kom út bókin Gunnarsæfingarnar.

Í bókinni eru kynnt grunnatriði í qigong en einnig eru  Gunnarsæfingarnar kynntar með skýringum, en þar er um að ræða qigong-æfingakerfi sem Gunnar þróaði og hópur fólks hefur stundað reglulega í tvo áratugi. Í bókinni er einnig að finna hugleiðsluæfingar Gunnars.

 Nánari upplýsingar um tímanna hjá Viðari: vidarei@internet.is 

.