Qi-gong Þórdís

Qi-gong Þórdís

Tilvalið fyrir byrjendur!

Í tímanum er kennt Qi-gong kerfi sem er sérhannað af Qi-gong meistara til að bæta blóðflæði og liðka vöðva – aðallega hjá hryggjarsúlunni. Með æfingunum má fjarlægja og hreinsa líkamlegar og tilfinningalegar fyrirstöður eða stíflur og auka orkustreymi til líffæranna samkvæmt kínverskri læknisfræði.

Tíminn hentar öllum sem eru stífir í hrygg, glíma við hverskonar stoðkerfisvandamál eða jafnvægisleysi. Kerfið er rólegt og mjúkt, kennt er að leiða hugann að öndun og nota hreyfingar til að aga hugann.

Það eina sem þú þarft að taka með þér í tímann er þolinmæði, vilji og laus klæðnaður.

Leiðbeinandi: Þórdís Filipsdóttir

Hvernig: Opnir tímar, þú getur byrjað hvenær sem er.

Nánari upplýsingar : 2heimar@2heimar.is eða í síma 822-2990